fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Ugla svarar umdeildri grein Mörtu um útlendinga á Íslandi – „Fólk verður jafnvel reitt og hreytir einhverju framan í þau“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 16:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Afskaplega finnst mér svona viðhorf vera tillitslaus og hrokafull. Það er allskonar ástæður fyrir því að fólk sem flytur hingað hefur ekki náð tökum á íslensku.“

Þetta segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Ugla, sem veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um færsluna, skrifaði færsluna í kjölfar pistils sem Marta Eiríksdóttir, íslenskukennari og rithöfundur, skrifaði á Vísi í gær. Pistill Mörtu fjallaði um íslenskunotkun fólks af erlendum uppruna á Íslandi en þar talaði Marta um að erlent fólk á Íslandi ætti að tala íslensku.

„Þegar ég flyt búferlum til annars lands þá er það í verkahring mínum að læra og tala það tungumál sem þjóðin talar í nýja landinu mínu. Annars mun mér ekki vegna eins vel að fá starf. Það er staðreynd veit ég, af fenginni reynslu. Þú kynnist auðvitað líka þjóðarsálinni betur með því að tala tungumálið þeirra,“ sagði Marta í greininni sem ber yfirskriftina „Ég tala dönsku í Danmörku“.

„Einhverstaðar verður fólk að byrja“

Ugla bendir Mörtu á að það taki mikinn tíma að ná góðum völdum á nýju tungumáli og að það sé mjög kostnaðarsamt að fá góða íslenskukennslu. „Sumt fólk kemur af málsvæðum sem eru allt öðruvísi en íslenska og önnur norðurlandatungumál og hafa engann grunn í tungumálum af þessu tagi. Sumt fólk þarf jafnvel að læra nýtt stafróf,“ segir Ugla.

„Auðvitað þarf fólk sem flytur hingað að fá sér vinnu, og þurfa þau að gera það áður en þau ná almennilegum tökum á tungumálinu. Það að vinna í starfi þar sem þú umgengst fólk og þarft að eiga í samskiptum er frábær leið til að læra betur tungumálið. En einhverstaðar verður fólk að byrja, og það er ósanngjarnt að gera þá kröfu að fólk kunni íslensku um leið og það byrjar að vinna hér.“

Ugla bendir á að það geti haft skaðleg áhrif að mæta erlendu fólki með viðhorfinu sem Marta talar um. „Þegar fólk mætir svona leiðinlegu viðhorfi og fólk verður jafnvel reitt og hreytir einhverju framan í þau fyrir að kunna ekki íslensku þá hefur það þveröfug áhrif. Það er alls ekki hvetjandi að skammast og tuða í fólki að það þurfi að leggja sig betur fram, á sama tíma og fólk gefur þeim ekkert tækifæri á því að læra,“ segir hún.

„Við á Íslandi höfum þau forréttindi að læra mörg tungumál í skóla og þar á meðal ensku. Það er því alltaf einhver sem getur aðstoðað við samskipti fyrir eldra fólk ef þess er þörf.“

„Það er mun vænlegra til árangurs frekar en að kvarta og kveina endalaust“

Í færslunni segir Ugla síðan að viðhorf Mörtu geri það ekki að verkum að fólk sé líklegra til að læra íslensku. „Svona viðhorf eru því ekki til þess að fólk sé líklegra að læra íslensku. Fólk sem mætir neikvæðu viðhorfi frá fólki ítrekað er miklu líklegra til að einfaldlega gefast upp og nota bara ensku í staðinn,“ segir hún.

Að lokum bendir Ugla á að viðhorfið sé ekki uppbyggilegt og að það sé hægt að gera annað sem væri mun betra fyrir fólkið sem talar ekki íslensku.  „Það væri því miklu uppbyggilegra ef þetta fólk sem kvartar undan því að þurfa að tala yfir ensku í búðum eða við afgreiðslu beindi sjónum sínum að því að styrkja íslenskukennslu, gera hana aðgengilegri og leggðu sig fram við að hjálpa fólki sem þarf á því að halda – og sýna smá skilning, samkennd og koma vel fram við annað fólk og mæta þeim þar sem þau eru,“ segir hún.

„Það er mun vænlegra til árangurs frekar en að kvarta og kveina endalaust og skrifa greinar á netinu um hvað innflytjendur eru léleg í íslensku. Það hlýtur að segja sig sjálft.“

Umdeild grein

Grein Mörtu er svo sannarlega umdeild. Í athugasemdum samfélagsmiðilsins Facebook hafa margir tekið undir með henni. Hafa margir til að mynda sagt að þeir vilji skylda erlent fólk sem býr hér til að læra íslensku.

Á öðrum samfélagsmiðli, Twitter, má finna fólk sem er ósammála Mörtu. „Ætli hún tali arabísku í Sýrlandi? Kínversku í Kína? Eða kannski bara þau mál sem tilheyra sömu tungumálafjölskyldu og hennar eigið, sem hún fékk fría kennslu í í 6 ár?“ spyr Heiða nokkur á samfélagsmiðlinum og fékk mikil viðbrögð. „Að halda að það sé sambærilegt að læra dönsku sem Íslendingur og að læra mál frá grunni, jafnvel með öðru letri, á fullorðinsaldri í eigin tíma og fyrir eigin peninga, er svo forréttindablint að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Innflytjendur geta greinilega bara sjálfum sér um kennt?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Í gær

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“