fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Sumarbústaðarferð breyttist í martröð: Ljósmyndir orsök grófrar árásar fyrir framan börn – „Þau voru að ráðast á mömmu mína“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 20:05

Sumarbústaður - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í gær karl og konu hvort um sig í 60 daga fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára vegna hættulegrar líkamsárásar og ólögmætrar nauðungar sem átti sér stað í sumarbústað.

Brotaþoli var barnsmóðir karlmannsins, en á vettvangi voru einnig sambýlismaður konunnar, ársgamalt barn þeirra, auk tveggja ungra sona konunnar og árásarmannsins, sem voru átta og fimm ára gamlir. Umrætt atvik átti sér stað í miðvikudaginn 18. desember 2018.

Segja má að sumarbústaðaferðin hafi breyst í martröð brotaþoli fann óviðeigandi myndir af öðrum syninum á fartölvu. Sýndu myndirnar hann á kynferðislegan hátt. Sagðist hún hafa spurt árásarmanninn út í myndirnar. Hann hafi átt erfitt með að trúa þessu og komið í bústaðinn og viljað sjá myndirnar.

Svakalegar lýsingar

Þá hafi átökin byrjað. Maðurinn sagðist einungis hafa ætlað að skoða myndirnar, en konan segir hann hafa reynt að hrifsa tölvuna af sér til þess að taka hana á brot. Þau hafi verið að togast á um tölvuna þegar árásarkonan hafi skyndilega komið aftan að barnsmóðurinni, tekið hana niður og lagst á hana.

Konan og karlinn beittu þá brotaþola barsmíðum, kýlt hana ítrekað í höfuð og líkama, rifið í hár hennar og líkama og sparkað og stappað ítrekað á henni. Að minnsta kosti einu sinni spörkuðu þau í höfuð brotaþola. Á meðan hafi börnin og sambýlismaðurinn horft á. Í sumum lýsingum kemur fram að á meðan á þessu stóð hafi synirnir grátið og beðið föður sinn um að hætta árásinni.

Með þessu hafi þau ógnað lífi, heilsu og velferð barnsmóðurinnar. Þá er athæfið sagt hafa verið „vanvirðandi, ógnandi og ruddalegt“ gagnvart börnunum.

Fram kemur að brotaþoli hafi verið með mikla áverka sem passa vel við lýsingar hennar.

„Ég sá að þau voru að ráðast á mömmu mína“

Í dómnum er vitnað í skýrslur sem teknar voru af sonunum í Barnahúsi. Sá eldri lýsti atburðum á þennan veg:

„Hann var að halda mömmu niður, þá kom [árásarkonan] og sparkaði mömmu í hausinn og þau voru að kýla mömmu.“

„Ég sá að þau voru að ráðast á mömmu mína, það var þarna.“

„Ég sá líka að þau voru að kýla hana.“

„Hún bara joinaði pabba og lamdi mömmu líka. Þau voru bara að reyna að ná Ipadinum.“

Sá yngri lýsti atburðunum á þennan veg:

„Pabbi minn, hann vildi sjá eina mynd og sagði við hana. Og ég sagði við hann, við söknum hans báðir. Og þá lét mamma mín ekki fá tölvuna. Svo fór hún og pabbi minn halti henni niðri. Og [árásarkonan] sparkaði í hausinn hennar, kýla hana. Og svo tók [árásarkonan] tölvuna af mömmu minni.“

Líkt og áður segir hlutu konan og karlinn 60 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir athæfið. Þá þurfa þau að borga 250 þúsund krónur óskipt í miskabætur, auk annars kostnaðar. Var meðal annars litið til þess að fólkið hafði ekki áður gerst brotlegt við lög.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Í gær

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“