fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Varaformaður Blaðamannafélagsins segir upp hjá Vísi

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 1. febrúar 2021 21:00

Sunna Kristín Hilmarsdóttir. Mynd:Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir, fréttamaður hjá Vísir.is og staðgengill fréttastjóra, hefur sagt starfi sínu lausu. Hún greindi frá þessu á Facebook í dag þar sem samstarfsfélagar hennar, meðal annarra, kveðja hana með virktum og ljóst er að hennar verður saknað af fréttastofunni.

Sunna Kristín hóf störf hjá Vísir.is haustið 2014 og hefur starfað þar síðan, síðustu ár sem staðgengill fréttastjóra. Hún er ennfremur varaformaður Blaðamannafélags Íslands

Í færslunni segist Sunna Kristín hafa sagt upp á föstudag og sé ekki komin með nýja vinnu. Þrátt fyrir að vera ekki áhættusækin segir hún þetta auðvitað smá áhættu, og biðlar til vina að láta sig vita ef þeir vita að góðu starfi sem hentar henni.

Í samtali við DV segist hún hreint ekki viss hvort hún sé hér með að yfirgefa fjölmiðlastéttina: „Ég er að minnsta kosti að hætta á Vísi eftir að hafa unnið þar í rúm sex ár. Mér finnst kominn tími á nýjar áskoranir.“

Sunna Kristín er með BA-gráðu í spænsku frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í suður-amerískum stjórnmálum frá University College í London.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“
Fréttir
Í gær

Ríkið greiðir 618 milljónir fyrir alþjónustu og stuðlar að búsetufrelsi í landinu

Ríkið greiðir 618 milljónir fyrir alþjónustu og stuðlar að búsetufrelsi í landinu
Fréttir
Í gær

Sigga Dögg fagnar sigri eftir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis – „Föstudagur til fjár, baby“

Sigga Dögg fagnar sigri eftir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis – „Föstudagur til fjár, baby“
Fréttir
Í gær

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi