Hjónin Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skartgripahönnuður í Aurum og Karl Jóhann Jóhannsson, framkvæmdastjóri Aurum afhentu í dag ágóða sölu á sparislaufum Bleiku slaufunnar. Ágóðinn nam 3.597.450 kr og seldust bæði gull–og silfurslaufurnar. Allur ágóði rennur til krabbameinsrannsókna á Íslandi.
Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna-og skráningarseturs Krabbameinsfélaginu, veitti þessari glæsilegu gjöf viðtöku. „Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum stundað rannsóknir í næstum 70 ár og vitum að rannsóknir eru forsenda þess að framfarir verði. Rannsóknir kosta mikið og því erum við afar þakklát fyrir þennan góða stuðning frá Aurum annað árið í röð.“
Laufey tók á móti styrknum ásamt Birnu Þórisdóttir, sérfræðingi í fræðslu og forvörnum og starfsmanni Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins. „Við minnum á að umsóknir um styrk í Vísindasjóðinn rennur út 2. mars og hvetjum við áhugasama um að kynna sér tilgang sjóðsins og úthlutunarreglur á krabb.is/visindsjodur. Með stuðningi frábærra styrkaraðila eins og Guðbjargar og Karls í Aurum hefur sjóðurinn getað styrkt 30 rannsóknir fyrir alls 227 milljónir síðastliðin 4 ár.“