fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Kristín vill uppgjör við ofbeldisfullar aðferðir á meðferðarheimilum – „Réttlæti og viðurkenning á misgjörðum er nauðsynleg“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 14:45

Kristín I. Pálsdóttir. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín I. Pálsdóttir, talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar, félags um konur, áföll og vímugjafa, tjáir sig um úttekt Stundarinnar á ásökunum um ofbeldi á meðferðarheimilunum Varplandi og Laugalandi. Þar stíga fram margar konur og saka fyrrverandi forstöðumann heimilisins, Ingjald Arnþórsson, um andlegt og líkamlegt ofbeldi er þær dvöldust á unglingsaldri á heimilinu.

Sjá einnig: Ásakanir um ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi

Kristín fer yfir málið í Facebook-pistli. Þar segir hún að 12 spora meðferð, sem beitt var á slíkum heimilum, sé gagnslaus og skaðleg fyrir unglinga:

„12 spora meðferð, eins og var stunduð í Varpholti, hentar þar að auki ekki unglingum, ef hún hentar nokkrum. Það að 13-15 ára börn séu látin viðurkenna vanmátt sinn og að þau séu með krónískan sjúkdóm er ótrúlega ógagnlegt fyrir þennan hóp á þeim aldri sem sjálfsmynd þeirra er að mótast.“

Meðferðarheimilin sem Kristín deilir á voru á vegum Barnaverndarstofu (skammstafað BVS) og segir Kristín sláandi að ekki séu gerðar menntunarkröfur til rekstraraðila og starfsfólks slíkra meðferðarheimila. Þarna sé fólk með litla fagþekkingu að fást við fólk með flókinn vanda:

„Ég er þakklát þeim hugrökku konum sem stíga fram og segja reynslu sína af meðferðarheimilum Barnaverndarstofu í Stundinni og tek ofan hattinn fyrir þeim. Það er löngu kominn tími til að gert sé upp við þær ófaglegu og oft ofbeldisfullu aðferðir sem liðist hafa í meðferð, bæði barna og fulllorðinna. Litlar úttektir hafa verið gerðar á meðferðarkerfinu þar sem talað er við fólkið sem var í meðferð og t.d. var bara talað við yfirmenn í úttekt Embættis landlæknis árið 2016 þegar allar meðferðarstöðvarnar fengu falleinkunn, SÁÁ, Hlaðgerðarkot og Krýsuvík. Erindi Rótarinnar um ofbeldiskúltúr innan SÁÁ er ósvarað hjá Landlækni og heilbrigðisráðuneyti frá því í haust.

Við höfum aðeins skoðað mál meðferðarheimila BVS, og sendum erindi árið 2015 sem minnst er á í greininni, og það sló mig, fyrst eftir að við stofnuðum félagið árið 2013, að engar menntunarkröfur virtust gerðar til þeirra sem voru að reka þessi heimili. Þetta er staðfest í svari BVS. Þegar ég las lýsingar kvennanna á hinni svokölluðu meðferð hljómuðu í huga mér orð dr. Jeffrey Foote um vímuefnameðferð: „In few other fields do we place the most difficult and complicated patients in the health-care system with some of the least -trained folks among us.““

Kristín bendir á að nánast öll börn og unglingar sem dvalist hafa á meðferðarheimilum sem þessum hafi verið með undirliggjandi vandamál sem þau hefðu þurft hjálp við. Vímuefnanotkunin sé viðvörunarmerki um að takast þurfi á við þann vanda. Í stað þess að það sé gert er börnunum tjáð að þau séu með ólæknandi fíknsjúkdóm.

Kristín segir enn fremur:

„Það skortir enn verulega á að mannréttindi fólks með vímuefnavanda séu virt. Það væri mjög gagnlegt að nýta þetta tækifæri til að líta yfir farinn veg, gera upp við þær skaðlegu og ófaglegu aðferðir sem beitt var gegn fólki og börnum með vímuefnavanda á Íslandi fram á okkar daga. Réttlæti og viðurkenning á misgjörðum er nauðsynleg og enn er fullt af fólki lifandi sem þarf að fá viðurkenningu á því að það hafi verið beitt misrétti og ofbeldi í skjóli og á kostnað ríkisins.“

https://www.facebook.com/stinapals/posts/10224090619109005

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Í gær

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“
Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi