Rétt fyrir kl. 6 í morgun vaknaði íbúi í Breiðholti eða Kópavogi við hávaða fyrir utan hjá sér. Tók hann eftir því að búið var að taka vespu í eigu heimilisfólksins. Hann fór þá út ásamt fleira heimilisfólki og fundu þau meinta þjófa. Var um að ræða par sem lögregla handtók og gista þau nú fangageymslu.
Þetta kemur fram í dagbók lögrelgu en þar segir einnig frá því að lögregla hafi handtekið mann á vettvangi innbrots í Ábænum. Ennfremur voru tveir handteknir eftir umferðaróhapp í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi. Grunur var um ölvun við akstur og voru báðir ökumennirnir handteknir.