fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Grín á Facebook leiddi til magnaðrar kjaftasögu – Örn ranglega bendlaður við skotárásina á Dag borgarstjóra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 18:19

Samsett mynd DV. Myndefni af Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndagrín á Facebook virðist hafa orðið til þess að sú saga komst á flug að Örn Johnson byssusmiður væri maðurinn sem grunaður er um skotárás á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Man.is greindi frá

Karlmaður á sextugsaldri var í síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um aðild að árásinni. Fjölmiðlar hafa haft samband við Örn vegna málsins, meðal annars RÚV. Í viðtali við Man.is segir hann, aðspurður hvort hann tengist árásinni:

„Nei, ég er ekki þar og mundi aldrei hafa með neitt svona að gera. Ég veit ekki hvaðan þessi rætna kjaftasaga kemur því ég tengist þessu ekki neitt. Ég get ekkert annað sagt og veit ekki betur en að það séu einhverjir í haldi útaf þessu. Löggan hefur ekki haft samband við mig og ég er meira að segja búinn að hafa samband við þá til að athuga hvort sagan komi þaðan. Þetta hefur líklega orðið til út af gríni á Facebook hjá mér.“

DV hafði einnig samband við Örn og var ljóst af samtali blaðamanns við hann að honum er mjög brugðið yfir söguburðinum:

„Ég bara skil þetta ekki,“ segir Örn en bætur þó við í leikrænum gríntóni: „Mér er brugðið!“ Hann fékk fyrst veður af söguburðinum um helgina: „Það var hringt í mig á laugardaginn og svo hringdi RÚV í morgun. Svo þessi gaur á Mannlífi. Ég bara skil ekki hvaðan þetta kemur,“ segir Örn.

„Ég ætla bara rétt að vona að þessi sem búið er að handtaka sé ekki einhver sem ég þekki. Ég hef ekki hugmynd um hver það er.“

Örn segir það fullkomna fjarstæðu að hann gæti nokkurn tíma tengst ofbeldi af þessu tagi: „Maður á ekki að þurfa að útskýra svona. Þetta er svo mikið bull að það er með ólíkindum.“ Eina mögulega skýringin sem hann hefur heyrt á því hvers vegna þessi saga fór af stað er myndagrínið sem hann birti á Facebook-síðu sinni og fylgir hér með fréttinni.

Pólitískar skoðanir Arnar eru nokkur langt hægra megin við miðju, líklega er óhætt að flokka hann sem frjálshyggjumann. Hann hefur gaman af því að grínast á Facebook og kannski er grín hans stundum grátt. Sú staðreynd að Örn er byssusmiður gæti líka átt einhvern þátt í kjaftaganginum, aðspurður útilokar hann það ekki.

„Ég veit að ég segi alls konar á netinu en ég ætla rétt að vona að lögreglan sé betur upplýst en þetta svo maður eigi ekki von á Víkingasveitinni hingað!“

Örn segist vissulega hafa húmor fyrir málinu en óttast þó að svona söguburður geti fest sig við hann er fram líða stundir. Eina tryggingin gegn því sé að hinn raunverulegi tilræðismaður verði nafngreindur. „Ég er bara skíthræddur um að ef fólk heyrir nafnið mitt eftir tíu ár þá segi það: Bíddu, var það ekki hann sem skaut á Dag?“

Vonar Örn því innilega að hinn seki sé í haldi lögreglu og málið verði leyst innan tíðar svo ekki sé hægt að bendla hann framar við það.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin