Apótek restaurant við Austurstræti hóf í vikunni að selja vínin sem Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, framleiðir ásamt eiginkonu sinni, Ksenia Vladimirovna Shakhmanova. Vínin kallast einfaldlega Wessman N°1 og er framleitt hvítvín, rauðvín og bleikt kampavín.
Apótek býður upp á allar tegundirnar en þegar DV sló á þráðinn og spurði hvað vínið kostaði fékkst það ekki uppgefið. Vínin eru seld víða um heim og í frönsku vínbúðinni La Cave de la Madeleine kostar flaskan af hverri tegund 80 evrur, eða sem nemur rúmum 12 þúsund krónum.