Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn fyrir skotárásina á bifreið borgarstjóra og skrifstofur Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglu, en Vísir greindi fyrst frá. Þar er fullyrt að nokkuð magn af skotvopna hafi fundist á heimili hans, til að mynda 2 riffla sem gætu hafa verið notaðir við árásina.
Lögreglan hefur vaktað heimili Dags B. Eggertssonar síðan málið kom upp en maðurinn sem var handtekinn, hefur lengi vel haft litlar mætur á Samfylkingunni og ekki farið leynt með það.
Fréttatilkynning lögreglu er eftirfarandi:
Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skemmdum sem voru unnar á bifreið borgarstjóra og húsnæði Samfylkingarinnar á dögunum. Málið er litið mjög alvarlegum augum og hefur rannsókn þess verið í algjörum forgangi hjá embættinu.