fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Góðgerðarbjórinn Loftur bannaður úr ríkinu – „Þó ég sé kölluð einhver fasistakerling, mér er heiður að því“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 29. janúar 2021 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vínbúðir ríkisins hafa tekið bjórinn Loft úr sölu í kjölfar banns Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við sölu á bjórnum. Tilefni bannsins eru merkingar á umbúðum bjórsins þar sem sjá mátti mynd af Lofti Gunnarssyni, útigangsmanni að reykja sígarettu. DV fékk þetta staðfest frá starfsmanni Vínbúðarinnar, sem sagði blaðamanni að dósirnar hefðu verið sendar til baka úr verslunum Vínbúðarinnar nú í morgun.

Bjórinn var samstarfsverkefni Móa ölgerðarfélags, Ægis brugghúss og Minningarsjóðs Lofts Gunnarssonar og var bjórinn gefinn út á dánarafmæli Lofts. Allur ágóði af sölu bjórsins átti að renna í Minningarsjóðinn, sem vinnur að því að bæta lífsgæði útigangsmanna.

Umbúðirnar voru skreyttar frægri mynd af Lofti, þar sem hann reykti sígarettu og sáust þar býsna tignarleg húðflúr á handarbaki og fingrum hans. Í samtali við RUV í vikunni sagði Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur, að umbúðirnar væru brot á tóbaksvarnarlögum. Fór svo að bjórnum var kippt úr sölu í kjölfar viðtalsins og eftir athugasemdir Heilbrigðiseftirlitsins.

Í samtali við DV sagði Guðlaug að Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefði gert athugasemdir við fræga mynd af Bubba utan á Borgarleikhúsinu í tengslum við leiksýninguna Níu líf sem byggð er á ævi Bubba. Myndinni var breytt og sígarettan fjarlægð. Bubbi sjálfur sagði málið „hundsbit“ sem hann yrði að sætta sig við. „Auðvitað er þetta ritskoðun,“ sagði Bubbi jafnframt í viðtali við RUV um málið.

„Við höfðum gert athugasemdir við Bubba og Borgarleikhúsið á sínum tíma og ég geri engan greinarmun á þessum tveimur málum.“ Aðspurð hvort henni hefði ekki þótt rétt að líta til þess að um góðgerðarmál væri að ræða, svaraði Guðlaug: „Heldurðu að áfengisframleiðandinn sé ekki að hagnast á þessu líka?“

Sér engan sveigjanleika í tóbaksvarnarlögum

Býsna hörð orð voru látin falla um Guðlaugu og aðkomu hennar að málinu í ýmsum miðlum í gær. Var hún meðal annars sökuð um fordóma gegn heimilislausum og sögð smáborgarafasisti.

Guðlaug segist ekkert hafa á móti málefninu, þetta er hið besta málefni og ef fólk vill styrkja það, þá getur það gert það. „Ég segi meira að segja í viðtalinu á RUV „þó að þetta sé gott málefni.“ Mér er þarna lagt orð í munn og verið að búa til eitthvað í kringum mig.“ Guðlaug gefur jafnframt lítið önnur uppnefni: „Þó ég sé kölluð einhver fasistakerling, mér er heiður að því.“

„Það er bannað að markaðssetja vörur með þessum hætti, og ég sé engan sveigjanleika í því hvort um sé að ræða listræna framsetningu eða hvað eina. Ef að fólk vill markaðssetja það svona, þá þarf það bara að fá lögunum breytt,“ segir Guðlaug. „Ég er bara að vitna í það hvernig lögin eru.“

Aðspurð hvort hún sé stolt af framgöngu sinni í málinu, svarar Guðlaug: „Ég fyllist ekki stolti yfir þessu sérstaklega, ég er bara að vinna mína vinnu. Afhverju heldurðu að þetta hafi verið tekið úr sölu? Af því að þetta er brot á lögum, væntanlega.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda