fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Ætlaður ofbeldismaður í Grindavík reyndist saklaus

Heimir Hannesson
Föstudaginn 29. janúar 2021 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem ákærður var fyrir alvarlega líkamsárás fyrir utan veitingastaðinn Fish House í Grindavík var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness.

Maðurinn var í ákærunni sagður hafa seint á laugardagskvöldi er hann var við vinnu sem dyravörður á tónleikum á Fish House ýtt við öðrum manni með báðum höndum á bringu og axlir með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig fram af timburpalli. Mun hann hafa hlotið brot á hægri ökkla af atganginum.

Gerði meintur brotaþoli kröfu um eina milljón í miskabætur vegna árásarinnar og að hinn ákærði greiddi allan sakarkostnað vegna málsins. Sömuleiðis gerði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, sem sótti málið, kröfu um að manninum yrði refsað vegna brota sinna og að hann greiddi allan kostnað sem hlytist af rekstri málsins.

Dyravörðurinn sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að umræddur maður hefði látið illum látum á tónleikunum, kvartað hafi verið yfir honum, hann hafi verið ofurölvi og verið að áreita stúlkur á staðnum. Dyravörðurinn kvaðst hafa haft afskipti af manninum í nokkur skipti og loks vísað honum út af staðnum en manninum tókst alltaf að komast inn aftur.

Þegar dyravörðurinn varð svo var við manninn fyrir utan veitingastaðinn, á palli við húsið, hafi komið til minniháttar stympinga með þeim afleiðingum að þeir féllu saman fram af pallinum og á jörðina, að því er segir í dómnum.

Vitnum bar saman um að kærandi hafi verið mjög ölvaður og með læti og að hann hafi verið til ófriðs á staðnum drjúgan hluta kvöldsins.

Í niðurstöðum dómsins segir að hafa verði í huga að þrjú ár séu liðin frá atburðinum og að skýrslur af vitnum hafi ekki verið tekin fyrr um tveimur árum eftir að atburðirnir gerðust. Í ljósi þessa, og að vitnum bar ekki að öllu leyti saman um atburði dagsins og staðfastlegrar neitunar ákærða, þótti ekki sannað að dyravörðurinn hafi beitt kæranda ofbeldi. Þá segir í dómnum: „Líkur benda til þess að athafnir og ástand kæranda hafi haft veruleg áhrif á það sem gerðist.“

Dyravörðurinn var því sýknaður af ákærunni í málinu, einkaréttarkröfunni vísað frá og sakarkostnaður greiðist af ríkissjóði, samtals 600.000 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda