fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Hörður lýsir svakalegum árásum sem hann varð fyrir – „Svæsnar líflátshótanir og hnífstunga í brjóstið“ – Stjórnmálamaður neitaði að trúa honum

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 23:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn og aktívistinn Hörður Torfason lýsir alvarlegum árásum sem hann þurfti að þola í fyrri tíð vegna mannréttindabaráttu sinnar. Hann minnist líflátshótanna, hnífstungu auk fleiri árása og skemmdarverka sem hann máti þola í færslu sem birtist á Facebook-síðu sinni.

Hægt er að gera ráð fyrir því að Hörður greini frá þessu í kjölfar fregna um árásir gagnvart Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, en líkt og flestir vita var skotið var að bíl hans. Í tilkynningu frá Samfylkingunni í dag er því haldið fram að um sé að ræða alvarlegustu árás sem stjórnmálamaður hefur mátt þola í sögu þjóðar, en Hörður virðist gefa lítið fyrir þá fullyrðingu. Hann tekur þó skýrt fram árásin gagnvart Degi sé alvarleg og eigi ekki að líðast, sem og annað ofbeldi.

Segja árásina í garð Dags vera þá alvarlegustu í Íslandssögunni

Í færslu Harðar segir hann frá því að hann hafi reynt að vekja athygli á þeim ömurlegheitum sem hann lenti í. Hann segist hafa rætt við ónefndan stjórnmálamann um málið sem neitaði að trúa honum.

„HMmmm.. látum okkur nú sjá. Sem mannréttindabaráttumaður þurfti ég að þola margt og mikið í mörg ár. Svæsnar líflátshótanir, hnífstungu í brjóstið, svívirðingar og hráka á götum, mölbrotna útihurð á húsinu mínu, allar rúður (28) brotnar með því að spenna skrúfjárn undir þær um miðja nótt, sjónvarpsleiðslur að húsinu klipptar í sundur, utanáliggjandi dyrabjalla mölbrotinn og ég man ekki hversu oft var ráðist á bílinn hann margbarinn með hamri og ítrekað rispaður og brotist inn í hann og oft hleypt úr dekkjum, úldnum fiski ítrekað dreift í kringum húsið. Ég reyndi að vekja athygli á þessu og ræddi við stjórnmálamann sem svaraði líkt og flestir; Ég trúi þér ekki!  Fólk er ekki svona.

Skotárás á bíl Dags borgarstjóra er alvarleg og slíkt á ekki að líðast. Skotárás á skrifstofur stjórnmálaflokka eiga ekki að líðast. Ofbeldi á aldrei að líða. Punktur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda