fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Guðrún varar foreldra við ógn sem getur haft alvarlegar afleiðingar – „Ungmenni og börn eru ekki spurð um aldur við þessi viðskipti“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 22:00

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur hjá Foreldrahúsi hefur áhyggjur af neyslu ungmenna og barna. Í pistli sem birtist á Vísi í dag fjallar hún um orkudrykkja- nikótín og kannabisefnanotkun ungs fólks, sem hún segir vera mikla. Guðrún segir það hafa verið ansi áberandi undanfarið hversu mikil notkunin á umræddum efnum sé um þessar mundir

„Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 35 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra frá árinu 1986. Sérfræðingar foreldrahúss fást við málefni líðandi stundar sem upp koma hverju sinni. Eitt af þeim sem hefur verið ansi áberandi í þó nokkurn tíma er notkun á nikótín púðum í vör, vape (rafsígarettur) og orkudrykkja notkun í miklum mæli.“

Í grein sinni byrjar Guðrún á því að fara yfir orkudrykki. Hún bendir á neikvæð áhrif þeirra, sem geta verið: hjartsláttartruflanir, hækkun á blóðþrýstingi, höfuðverkur, svimi, ógleði, kvíði og neikvæð áhrif á svefn. Einnig segir Guðrún að orkudrykkjanotkun framhaldsskólanema hafi frá árinu 2016 til 2018, hækkað verulega. Þeir sem neyti orkudrykkja daglega hafi farið úr 22% yfir í 55%.

Geta keypt kannabis í verslunum

Þá víkur Guðrún máli sínu að rafrettum eða vape-i. Sjálf segist hún hafa farið í vettvangsathugun í vape-búð og séð gífurlegt magn af nikótín-vörum í öllum stærðum og gerðum. Einnig segist hún hafa orðið vör við ólögleg vímuefni. Í vape ungmennana sé hægt að setja kannabisolíur, sem ganga undir nafninu K2 eða Spice. Hún bendir á að það efni finnist ekki í þvagprufum og það viti krakkarnir. Guðrún heldur því þá fram að fjöldi ungmenna sem komi í Foreldrahús séu að neyta þessara efna og finni fyrir vandlíðan vegna þeirra.

„En meðfram þessu æði ungmenna í vape tískubylgjunni fylgir einnig að hægt er að kaupa ólögleg vímuefni til að reykja. Í þessar græjur er einnig hægt að kaupa Kannabis olíu sem oftast er reyndar K2 eða Spice sem er efnablanda en ekki planta, þetta efni eru sum ungmenni að reykja í vape græjunum sínum. Mörg af þeim ungmennum sem til okkar í Foreldrahús koma eru í miklum vanlíðan vegna þessara efna, þau byrja daginn á því að fá sér nikótín í vörina skola því niður með 500ml af orkudrykk og fá sér svo nokkra smóka af vape-inu sínu sem að í sumum tilvikum inniheldur K2. En Spice (K2) fíkniefni finnst ekki á þvagprufum og það vita ungmennin en ekki endilega foreldrarnir.“

Skutlarar sem spyrja ekki um aldur

Að lokum fjallar hún um það hvernig ungmenni og börn geti auðveldlega útveigað sér vímuefni. Þá hringja þau í skutlara, sem mætti á svæðið með skottið fullt af áfengi, nikótín-vörum og öðrum vímuefnum. Hún bendir á að í þeim viðskiptum séu krakkar ekki spurð um aldur. Hún hvetur fólk til að gera meira til að berjast við umrædda ógn, ef það verði ekki gert gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar.

„Svo virðist sem lítið mál sé fyrir ólögráða ungmenni að verða sér út um hvað sem er með einu símtali, símtali í skutlara. Á svæðið mætir um hæl skutlari sem er óbreyttur borgari á bifreið sem er með skottið fullt af ýmsum varningi sem bannaður er ólögráða börnum. Þar er hægt að fá keyptan landa á góðum prís og annað áfengi. Hinar ýmsu tegundir af nikótín púðum, vape vökva, spice-k2 vökva og allt þar á milli. Ungmenni og börn eru ekki spurð um aldur við þessi viðskipti og virðast þau geta fengið varning keyptan án vandræða.

Mikið hefur verið fjallað um þessi málefni í samfélaginu en litlar breytingar hafa orðið. Okkur er kunnugt um að breyta á löggjöf vegna tóbaksvarna. En verðum við ekki að gera meira? Verðum við ekki að fara að láta verkin tala núna, gerum minna af því að búa til nefndir en brettum upp ermar. Það er okkar sem fullorðin erum að búa unga fólkinu okkar öruggt og heilbrigt samfélag ekki satt? Langtíma afleiðingar geta orðið mjög alvarlegar lýðheilsu ungmenna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda