Í dag fór fram verðlaunaafhending á Bessastöðum fyrir Lestrarkeppni grunnskólanna 2021. Gífurleg aukning var á þátttakendum í ár og lásu sex þúsund einstaklingar inn samtals 776 þúsund setningar inn á vefinn samromur.is en nú hafa safnast samtals 1,1 milljón setninga frá því að verkefnið hófst.
Veitt voru verðlaun fyrir nokkra flokka en Smáraskóli las mest í heildina eða 133 þúsund setningar, sem er þrjú þúsund setningum meira en var lesið í allri keppninni í fyrra. Einnig fengu Grenivíkurskóli, Setbergsskóli, Höfðaskóli, Gerðaskóli og Myllubakkaskóli verðlaun fyrir þátttöku sína.
Raddgagnasafnið Samrómur sem fólk les inn á verður notað til þjálfunar á máltæknihugbúnaði fyrir íslensku.