Lagið sem Daði Freyr Pétursson, oft kenndur við hljómsveitina Gagnamagnið, samdi fyrir Íslands hönd fyrir Eurovision 2021 verður frumflutt þann 13. mars næstkomandi í nýrri sjónvarpsþáttaröð RÚV sem ber nafnið Straumar.
Lokakeppni Eurovision fer fram í Rotterdam í ár en keppnin, sem átti einnig að fara fram þar í fyrra, var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Íslendingar höfðu kosið Daða og Gagnamagnið sem framlag sitt með lagið Think About Things og var honum spáð sigri í mörgum helstu veðbönkum heims. RÚV ákváð að bjóða honum að semja lag fyrir keppnina í ár til að reyna að gera garðinn frægan aftur enda sló Think About Things rækilega í gegn og er til að mynda með um 66 milljónir spilana á streymisveitunni Spotify.
Daði mun keppa á seinna undankvöldi keppninnar þann 20. maí og komist lagið áfram verður það flutt aftur í úrslitakeppninni þann 22. maí. Til stendur að frumsýna tónlistarmyndband við lagið í lok mars en einnig gefa út tölvuleik þar sem Daði og Gagnamagnið verða í lykilhlutverki.