Stjórnarráðið birti í dag að ríkisstjórn hafi ákveðið að styrkja Stofnuna Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um 8 milljónir króna vegna heimkomuafmælis handritanna. Þann 21. apríl næstkomandi verða 50 ár síðan danska herskipið Vædderen að bryggju í Reykjavík með Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða.
Undanfarna mánuði hefur stofnunin minnst atburðarins með verkefninu „Handritin til barnanna“ í skólum, á vefnum og í fjölmiðlum. Í apríl stendur til að haldin verði hátíð fyrir börn og unglinga og verður Konungsbók Eddukvæða í sviðsljósinu þar.
Styrkurinn fer af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar.