Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir spurði á Twitter í gær hver síðasta utanlandsferð hjá fylgjendum sínum hefði verið. Fólk var ekki lengi að taka við sér og hafa nú þegar um 70 manns sagt frá sinni síðustu ferð fyrir COVID niðurlokanir, og sumir tjá sig um fyrirhugaðar ferðir sem ekkert varð úr vegna faraldursins.
Við tókum saman nokkur skemmtileg ferðatíst af þessu tagi:
Viltu segja mér frá seinustu útlandaferðinni þinni?
Ég fór seinast til útlanda í nóv. 2019, til Noregs og Svíþjóðar. Norge-Hitti Evu frænku og Line vinkonu.❤ Fór með Hirti í afmæli til bróður hans sem býr í Svíþjóð, gaman. Hélt þá að ég væri á leið til Tene páskana 2020. Heh.😊
— Ólöf Hugrún (@olofhugrun) January 25, 2021
New York með burleskhóp í pílagrímsför. Fimm daga ævintýri, sýningar, workshop, góður matur og nóg af frítíma. Var svo byrjuð að skipuleggja aðra svoleiðis ferð með nýjum hópi sem átti að vera farin núna í vor.
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) January 26, 2021
Fór með 3 vinkonum til Albir, mjög úr karakter fyrir okkur en snilld. Ákveðið með viku fyrirvara ef ég man rétt. Dagsferð til Benedorm þar sem við enduðum á froðudiskói. Ég er svo óflippuð að ég fékk útbrot eftir froðuna 😂 Sól, drykkir og afslöppun 😍 pic.twitter.com/ouEH6CJ9QB
— Birna Rún (@birnaruns) January 26, 2021
Des 2019. Þrítugsafmælisferðin mín til Parísar. Verkföll og mjög takmarkaðar almenningssamgöngur. Við með ungabarn, þannig að við gátum ekki notað rafmagnshlaupahjólin. Hælsæri og þreyta. Ömurleg ferð og ég hata Frakka. 🙂
— Magnús Michelsen (@maggidan) January 25, 2021
Júní 2019. Eyddum helgi í Aarhus hjá dóttur minni, fórum á Phil Collins tónleika. Keyrðum niður að Svartaskógi í Þýskalandi og vorum í 2 daga hjá mági mínum. Keyrðum til Austurríkis og vorum í litlu fjallaþorpi í viku. Stoppuðum í 3 þýskum borgum á leið til DK aftur. Geggjað frí!
— Ásdís (@asdiso) January 26, 2021
Jólin 2019. Víetnam-Laos-Taíland. Stóra fjölskylduheimsreisan sem við höfðum látið okkur dreyma um árum saman. Og kýldum á það. pic.twitter.com/z2a0WjBKqq
— Hjörvarpið (@hjorvarp) January 25, 2021
Ég bý í Danmörku. Síðasta ferð mín til annars lands var til Íslands í mars 2020. Ég átti að vera í 10 daga í vetrarfríi. Ég var þar í 36 klst því daginn eftir að ég kom þá lokaði Danmörk landamærunum og ég þurfti að fara aftur heim.
— Hildur Helgadóttir (@grildur) January 25, 2021