Matvælastofnun varar við neyslu á Schnitzer lífrænu hamborgarabrauði sem Einstök matvæli flytja inn. Í brauðinu fannst efni sem ólöglegt er að nota í matvælaframleiðslu. Varan hefur verið innkölluð af fyrirtækinu með aðstoð frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Brauðið sem ber heitið „Gluten-Free Organic Hamburger Buns“ er selt í öllum helstu verslunum landsins. Hafir þú keypt þessa vöru getur þú skilað henni í þá verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.