fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Segir bókhald Kampa hafa byggst á skáldskap í langan tíma

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 08:00

Rækjuverksmiðjan Kampi er á Ísafirði. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum fyrir helgi þá á rækjuverksmiðjan Kampi á Ísafirði í miklum fjárhagsvandræðum og hefur fengið greiðslustöðvun til þriggja vikna. Staða fyrirtækisins er mun verri en áður var talið og má rekja ástæðuna til þess að bókhald fyrirtækisins hefur verið ranglega fært um nokkurra ára skeið.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag.  Haft er eftir Jóni Guðbjartssyni, stjórnarformanni Kampa, að endurskoðandi sé að fara yfir málið og vonandi skýrist staðan betur á næstunni. Hann sagði einnig að fjárhagsstaðan væri allt önnur en fram hafi komið í bókhaldi og ársreikningum félagsins og sé unnið hörðum höndum að því að komast að ástæðunni fyrir því.

Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að fjárhagsstaða fyrirtækisins sé miklu verri en upphaflega var talið og hlaupi fjárhæðirnar á hundruðum milljóna króna og hafi miklum skuldum verið safnað.

Jón staðfesti að ársreikningar fyrirtækisins gefi ekki rétta mynd af stöðu þess og sé ákveðnum stjórnanda hjá fyrirtækinu um að kenna. „Annar verklegra stjórnenda fyrirtækisins gerði skandal sem við vissum ekki um. Ég ætla ekki nánar út í það. Nú er farin af stað vinna við það að bjarga fyrirtækinu,“ er haft eftir honum.

42 starfa hjá fyrirtækinu. Jón sagði að viðbrögð lánardrottna hafi verið jákvæð og endurskoðendur muni hjálpa til við að leiðrétta bókhaldið sem hafi verið rangt í nokkur ár. „Það hefur eitthvað verið bogið við bókhaldið hjá okkur í áravís. Bókhaldið hjá okkur hefur byggst á skáldskap í allt of langan tíma. Nú verður það skoðað nánar til að fá endanlega botn í þetta mál,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði