fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Áætlun um dreifingu bóluefna tilbúin – „Landsbyggðin stendur svolítið út af“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 07:55

Bóluefnið frá Pfizer kom fyrst til landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Distica, sem sér um dreifingu bóluefnanna frá Pfizer og Moderna, er komið með áætlun um dreifingu þeirra út mars. Skammtar frá fyrirtækjunum er nú farnir að berast reglulega. Skammtar frá Moderna koma á tveggja vikna fresti og á vikufresti frá Pfizer.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Júlíu Rós Atladóttur, framkvæmdastjóra Distica, að dreifingin sé farin að rúlla áfram. Á miðvikudaginn er von á tvö til þrjú þúsund skömmtum frá Pfizer en síðasta sending frá fyrirtækinu kom í síðustu viku. Á sama magn að berast vikulega næstu mánuði. Í lok vikunnar er von á 1.200 skömmtum frá Moderna en þá verða tvær vikur liðnar frá því að fyrsta sendingin frá fyrirtækinu kom til landsins. Bóluefni frá Moderna á að berast á tveggja vikna fresti samkvæmt afhendingaráætlun.

Ef áætlanir standast má reikna með að hingað berist 15.500 skammtar frá Pfizer og Moderna mánaðarlega. Talið er að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi í Evrópu í þessari viku og bætast skammtar frá fyrirtækinu þá við.

Morgunblaðið hefur eftir Júlíu að Distica hafi átt í viðræðum við AstraZeneca um dreifingu bóluefnis fyrirtækisins en ekkert sé fast í hendi og verði ekki fyrr en markaðsleyfi liggi fyrir. Hún sagði að engin tímalína né afhendingaráætlun liggi fyrir en samningur liggi fyrir á milli Distica og AstraZeneca um dreifingu bóluefnisins.

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði ekki líklegt að lokið verði við bólusetningu forgangshópa fyrir marslok. „Landsbyggðin stendur svolítið út af,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið og bætti við að ljúka þurfi við að bólusetja framlínustarfsmenn þar. „Það skiptir miklu máli að bólusett verði á landsbyggðinni sem fyrst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir