Mikill viðbúnaður er nú við Kleifarvatn en tilkynning barst um slys þar upp úr klukkan 12. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Þá kemur fram að Björgunarsveitir frá Reykjanesbæ, Grindavík og höfuðborgarsvæðinu séu á leiðinni á vettvang, ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum.
Fyrstu viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang slyssins.
Uppfært kl 13:10
Vísir ræddi við varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Sá sagði að leit í vatninu væri hafin og að talið sé að ein manneskja sé í vatninu. Þá sagði varðstjórinn einnig að tveir sjúkrabílar séu á vettvangi auk dælubíls frá slökkviliðinu. Kafarar eru á staðnum að leita í vatninu.