fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Biden lét fjarlægja „Diet Kók takka“ Trumps á fyrsta degi

Heimir Hannesson
Föstudaginn 22. janúar 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af ljósmyndum af skrifborði nýs Bandaríkjaforseta Joe Biden að dæma hefur Biden látið fjarlægja hnapp á skrifborðinu sem forveri hans lét koma fyrir. Mun eini tilgangur takkans hafa verið að láta bryta forsetans vita að forsetann þyrsti í Diet Coke. Trump er annálaður gos svelgur, og er hans uppáhalds drykkur Diet Coke.

Í umfjöllun bandarísku fréttaveitunnar The Hill segir að Trump hafi látið koma takkanum fyrir til þess að tryggja öruggt flæði gossins inn á skrifstofu sína.

Skrifborð Bandaríkjaforseta er frægt og heitir á móðurmálinu The Resolute Desk. Það mun hafa verið smíðað úr endurnýttri eik úr skipinu HMS Resolute. Skrifborðið vegur heil 590 kíló og hefur í tvígang verið breytt. Fyrst af forsetanum Franklin Delano Roosevelt, sem lét setja hurðir framan á það til þess að fela gjörð sem hann var með á fótunum. Skrifborðið var svo hækkað um tvær tommur árið 1961.

Á fyrstu ljósmyndunum úr skrifstofu Bandaríkjaforseta sem bárust strax sama dag og Biden sór embættiseið sinn, á miðvikudaginn síðastliðinn, mátti sjá að takki forvera síns var horfinn.

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á forsetatíð Trumps að hann neytti reglulega tólf dósa af Diet Coke á hverjum degi. Þá skrifaði fyrrum starfsmaður í Hvíta húsinu, Chris Sims, í bók sinni Team of Vipers, að Trump stríddi reglulega gestum sínum með því að segja takkann tengjast kjarnorkuvopnabúri ríkisins áður en hann ýtti svo á hann. „Þegar brytinn birtist svo með Diet Coke í glasi á silfurfati sprakk svo Trump úr hlátri,“ skrifar Sims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki
Fréttir
Í gær

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hversu oft má nota bökunarpappír?

Hversu oft má nota bökunarpappír?