fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Ógnvænleg fjölgun langtímaatvinnulausra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnumálastofnun (VMST) verður með átak á árinu til að efla vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnulausa. Hátt í 11.000 manns hafa verið á atvinnuleysisskrá í hálft ár eða lengur og eru nú orðnir fleiri en þegar verst lét á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri VMST, segir að ógnvænleg fjölgun hafi orðið í hópi langtímaatvinnulausra.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Á síðasta ári var áherslan lögð á að koma fólki í þjónustuna og tryggja framfærsluna en nú erum við á fullu við að skipuleggja þessi úrræði og hjálpa fólki við að halda virkni,“ hefur blaðið eftir Unni.

Meðal átaksverkefnanna eru svonefnt Starf með styrk þar sem atvinnurekendum er auðveldað að ráða starfsfólk með því að bjóða þeim upp á ráðningarstyrki. Sagði Unnur að mikill áhugi væri á þessu úrræði og hafi samningum um það fjölgað.

Forsvarsmenn sveitarfélaga hafa kallað eftir því að atvinnuleysisbótatímabilið verði lengt en það er nú 30 mánuðir. Margir þeirra sem missa bótarétt sinn eiga þann eina kost í stöðunni að sækja um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Í síðasta mánuði lauk bótarétti 87 manns.

Áætlað er að útgjöld til fjárhagsaðstoðar í tíu stærstu sveitarfélögunum geti hækkað um tæplega 58% á árinu og orðið um 6,7 milljarðar. Það er 2,4 milljarða króna aukning á milli ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi