Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra er látinn.
Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í nótt. Eftirlifandi eiginkona Svavars er Guðrún Ágústsdóttir, fyrrum forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Börn Svavars eru Svandís, Benedikt og Gestur og stjúpbörn hans eru Ragnheiður, Árni og Gunnhildur.
Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum þann 26. júní 1944. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1964 og nam síðan lögfræði við Háskóla Íslands.
Hann gegndi ýmsum störfum ber þar helst að nefnda fjölda opinberra embætta, en gengdi hann þeim mörgum í gegnum tíðina.
Hann var viðskiptaráðherra 1978-1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980-1983, menntamálaráðherra 1988-1991 og sendiherra frá 2001-2010 og eru þá aðeins fáein dæmi tekin. Alls sat hann á þingi í 21 ár, fyrst fyrir Alþýðubandalagið og síðan Samfylkingu.