fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Smitin á landamærum rjúka upp aftur en Víðir er bjartsýnn – „Af þessum 14 voru 12 íslenskar kennitölur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. janúar 2021 13:30

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórtán smit af Covid-19 greindust á landamærum í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum, en aðeins eitt innanlandssmit og var sá í sóttkví. Á föstudaginn greindust aðeins fjögur smit á landamærum og því veldur það vonbrigðum að talan rjúki upp aftur enda grassera ný og meira bráðsmitandi afbrigði af veirunni erlendis sem óttast er að breiðst geti út um samfélagið hér.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkisslögreglustjóra, er bjartsýnn á að draga muni úr smitum á landamærum á næstunni.

„Það eru 12 íslenskar kennitölur af þessum 14,“ segir Víðir í samtali við DV. Aðspurður hvort ekki takið að linna heimferðum fólks sem dvaldist hjá ættingjum erlendis yfir hátíðirnar segir hann svo vissulega vera en þarna spili miklu meira inn í:

„Eftir áramót hefur verið töluvert um að fólk sé að fara í styttri ferðir og koma heim aftur. Það er hins vegar að verða snúnara að fara í slíkar ferðir til margra landa, ekki út af okkar kröfum heldur út af hertum skilyrðum fyrir komum til margra landa. Ég held að 13 lönd í Evrópu séu búin að setja mjög ströng skilyrði. Svo minnkar kannski ferðaviljinn þegar faraldurinn geisar jafnmikið og raun ber vitni.“

Víðir segir að ekki séu það eingöngu erlendir ríkisborgarar að koma hingað aftur eftir ferðir til heimalandsins sem greindir séu smitaðir á landamærum heldur séu Íslendingar hluti af hópnum. „Þetta eru líka Íslendingar sem vinna erlendis og koma heim reglulega. Þetta er svona blanda af þessu,“ segir Víðir.

Sem vænta má er Víðir sáttur við þær breytingar sem gerðar hafa verið á sóttvarnareglum, að skimun er orðin skylda og 14 daga sóttkví án skimunar ekki lengur í boði. Ekki eru allir ferðalangar sem vilja kyngja þessu en maður einn neitaði lengi skimun í gær. „Þarna var maður sem beið klukkustundum saman á flugvellinum uns hann áttaði sig á því að það myndi gera líf hans miklu auðveldara að samþykkja sýnatöku og hann gaf eftir.“

Eftir stendur að í fimm daga sóttkví á milli sýnataka er ekki hægt að treysta því að enginn hlaupist undan merkjum og virði ekki sóttkvína. „Við erum í miklum samskiptum við fólkið og það fær miklar upplýsingar. Þeir sem bíða frá sms frá okkur og við erum í daglegum samskiptum við þá sem eru smitaðir,“ segir Víðir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Í gær

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals