Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu byggjast viðræðurnar við Pfizer, og nú fleiri lyfjaframleiðendur, á þeirri hugmynd að hér á landi yrði um tilraun að ræða þar sem rannsakað verður hvort hægt verði að ná hjarðónæmi hjá heilli þjóð.
Það ætti að vera hægt að ljúka bólusetningum á einni til tveimur vikum ef nægt bóluefni fæst. Hægt væri að nýta upplýsingar, sem fást í þessu verkefni ef af verður, annars staðar í heiminum.
Morgunblaðið hefur eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að hún eigi von á að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar um mitt næsta ár.