fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

3 greindust í gær og enginn utan sóttkvíar – Þórólfur varar við ferðalögum Íslendinga erlendis

Heimir Hannesson
Mánudaginn 11. janúar 2021 11:08

Mynd/almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír greindust í gær með Covid-19 hér á landi og voru þeir allir í sóttkví. Til viðbótar greindust 17 á landamærunum, 15 af þeim voru með íslenskar kennitölur eins og flestir sem hafa verið að greinast á landamærunum.

Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna sem nú fer fram. Fundinn sitja Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild. Gestur dagsins er Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúss.

Enginn er inniliggjandi í dag á Landspítalanum með virkt Covid-19 smit.

Rögnvaldur sagði að fyrirhugað væri að breyta litakóða úr rauðu í appelsínugult samhliða breytingum á samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðvikudaginn.

Þórólfur sagði að hættan nú væri að fá smit inn í gegnum landamærin. Því hefði hann sent ráðherra tillögur um að afnema val ferðamanna um 14 daga sóttkví eða sýnatöku. Allir munu því fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Ef sýnataka er ekki möguleiki einhverra hluta vegna, leggur Þórólfur það til að þeir sem velji að fara í 14 daga sóttkví fari í sóttvarnahús meðan á sóttkví stendur. Jafnframt leggur Þórólfur til að börn sem koma til landsins með foreldrum sínum verði skyldug til þess að fara í sóttkví með foreldrum sínum.

Þá boðar Þórólfur aukið eftirlit með fólki í sóttkví. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir aukningu á smitum erlendis frá. Enn fremur hvetur Þórólfur Íslendinga til þess að vera ekki að fara í ferðalög að ástæðulausu.

Von er á 1.200 skömmtum af Covid-19 bóluefni frá Moderna á morgun. Munu þeir fara í að klára að bólusetja þá heilbrigðisstarfsmenn sem ekki náðist að bólusetja með fyrstu sendingu frá Pfizer. Von er á öðrum 1.200 skömmtum frá Moderna á tveggja vikna fresti út mars, sagði Þórólfur. „Eftir það er ekki ljóst hvernig planið verður. Það verður tilkynnt síðar þegar að því kemur,“ sagði Þórólfur. Þá er von á 3.000 skömmtum frá Pfizer í næstu viku og 2.000 á viku eftir það. „Verða þeir einkum notaðir til að bólusetja eldri íbúa,“ sagði Þórólfur. „Vonandi fær AstraZeneca leyfi í næsta mánuði og væntanlega fáum við dreifingaráætlun frá þeim fyrirtækjum fljótlega eftir það.“

Alma Möller sagði að tilkynningar um dauðsföll í kjölfar bólusetninga vegna Covid-19 væru nú skoðaðar gaumgæfilega. Tveir sérfræðingar í öldrunarlækningum í samráði við lækna einstaklinganna munu nú leggja mat á hvort tengsl séu á milli bólusetninga og andláts þeirra.

Þá er verið að fara yfir tölfræði um dauðsföll eldri borgara í venjulegu árferði, og hún borin saman við þá sem nú blasir við. „Ekkert bendir til þess að um aukningu sé að ræða,“ sagði Alma landlæknir. „Lyfjastofnun og sóttvarnalæknir hafa jafnframt sent fyrirspurnir til nágrannaríkja okkar. Þar hafa einstaka atvik verið tilkynnt, en öll eru þau talin tengjast undirliggjandi sjúkdómum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð