fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Segir stjórnvöld hafa gert mistök – Hefði verið hægt að ná hjarðónæmi á tveimur mánuðum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. janúar 2021 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, telur stjórnvöld hafa gert reginmistök að hengja sig við Evrópusambandið í bóluefnamálefnum. Ísland hafi haft alla burði til að vera í fararbroddi í bóluefnamálum og nú ríði á að ná samningum milli Íslands og lyfjafyrirtækjanna Moderna og AstraZeneca um að ná fram hjarðónæmi hér við fyrsta tækifæri. Þetta kom fram í Víglínunni rétt í þessu.

Evrópusambandið hefur verið gagnrýnt fyrir framgöngu sína í öflun bóluefna. Hafi sambandið veðjað á rangan hest og líklega alvarlegasta ávirðingin er sú að sambandið hafi sýnt nísku og áætlað alltof lítið fjármagn í bóluefni. Björn segir það furðulegt að stjórnvöld hafi hengt sig á Evrópusambandið þegar yfirlýst stefa þeirra sé að halda sig frá því.

„Það hlýtur að segja sig sjálft að við erum fullvalda ríki. Við eigum öflugt fólk og mjög sterka innviði. Lyfjastofnun er með afburðarfólk innan flokks svo við höfum alla burði til að geta staðið í lappirnar,“ segir Björn. Hann segir að ef rétt hefði verið staðið að hlutunum hefði verið hægt að ná hjarðónæmi á Íslandi á innan við tveimur mánuðum.

Björn minnir á að forstjóri heilsugæslunnar hafi greint frá því að lítið mál væri að bólusetja alla þjóðina á skömmum tíma. Til þess hafi heilbrigðiskerfið alla burði. Það sé þó ekki við sóttvarnarlækni að sakast því þetta sé pólitíkin sem hafi komið okkur í þessa stöðu.

Strax í sumar hafi verið ljóst hvaða framleiðendur yrðu leiðandi í því að koma fyrstir bóluefni á markaðinn og þá strax hefði Ísland átt að grípa til aðgerða.

„Þannig að þarna var glugginn. Erum við búin að missa þennan glugga? Það er erfitt að segja.“

Hann kveðst ekki sammála forsætisráðherra að Ísland hafi hag af samflotinu við Evrópusambandið. Við hefðum betur fylgt FDA í Bandaríkjunum eða Bretum í þessum efnum.

Hins vegar öfundar hann forsætisráðherra ekki af því að standa í þessu harki

„Hins vegar er verkefnið gríðarlegt og eins og ég sagði áðan þá hef ég samúð með forsætisráðherra“

Hann segir það flott framtak hjá Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni að reyna að semja við Pfizer um að nýta Ísland í rannsókn á hjarðónæmi. En það séu einnig fleiri fyrirtæki, AstraZeneca og Moderna sem við getum enn náð sambærilegu samkomulagi við.

Ísraelar séu búnir að bólusetja tuttugu af hverjum hundrað íbúum, Danir með tvo á hundraði. Ísland sé aðeins með 1,5.

„Við ættum að vera komin upp í 30 eða 40 af hundraði og hefðum alveg getað gert það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng