fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

„Það eru dæmi um það að fólk sem valdi 14 daga sóttkví var komið í vinnuna eftir sex daga“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. janúar 2021 12:53

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, var gestur í Silfrinu í morgun. Þar sagði hann það áhyggjuefni hversu útbreidd kórónuveiran er í öðrum löndum og hversu mörg smit eru að greinast á landamærunum. Þórólfur segir jafnframt að borið hafi á því að fólk á landamærum sem kýs 14 daga sóttkví fremur en skimun, hafi ekki haldið sóttkví.

„Það eru dæmi um það að fólk sem valdi 14 daga sóttkví var komið í vinnuna eftir sex daga,“ sagði Þórólfur. Hann sagði það ljóst að margir sem kjósi sóttkví fremur en skimun virði ekki tímamörkin. Hins vegar leggi landamæraverðir mikið á sig til að hvetja fólk til að fara í skimun og dæmi séu um að fólk sem ætlaði í sóttkví en var sannfært um að fara fremur í skimun reyndist svo smitað.

„Þegar við erum með svona mikið smit, erum með allt að 10% af farþegum í flugvél sem eru smitaðir, þá er hættan bara veruleg.“

Hins vegar sé smit innanlands lítið sem stendur og því verði að gæta vel að landamærunum ef ekki á að bregða til verri vegar.

„Við þurfum því að gefa í og standa okkur betur, eða eins vel og hægt er, á landamærunum og það er það sem mínar tillögur til ráðherra ganga út á.“

Þórólfur sagði það óljóst hvenær svonefndu hjarðónæmi verði náð. Jafnan sé talað um að hjarðónæmi náist þegar 60-70 prósent landsmanna eru bólusettir en eftir sem áður þýði það að 40-30 prósent séu enn næmir fyrir smiti og því geti komið upp lítil hópsmit þó að útbreiðsla verði ekki eins mikil og ef enginn væri bólusettur.

Aftur á móti sé margt óljóst í þeim málum og þess vegna hafi Þórólfur hafið viðræður við lyfjafyrirtækið Pfizer um möguleika á að rannsaka hjarðónæmi á Íslandi. Enda væri það verðugt verkefni þar sem Ísland er einangruð eyja og fámenn í þokkabót. Hér eru því kjöraðstæður til að rannsaka þessi mál. Hins vegar séu viðræður við lyfjafyrirtækið ekki langt komnar.

„Þetta er allt í fyrstu skrefunum.“

Íslendingar geti þó hjálpað til við að ná hjarðónæmi með því að halda einstaklingsbundnum sóttvörnum í hávegum.

Þórólfur segir þó að með tilkomu bóluefnis standi vonir til að við séum að hefja lokakaflann í þessum faraldri.

„Ég held að við séum og vona svo sannarlega að við séum að hefja þennan síðasta kafla í þessari baráttu”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“