fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Dagur mátti ekki vera Eggertsson – „Þetta kom þeim verulega á óvart og mamma hysjaði upp um sig og fór á næsta spítala“

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 9. janúar 2021 08:00

Dagur B. Eggertsson. Mynd: Stefán K

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er umdeildur að mörgu leyti og jafnvel er látið eins og allt sé honum að kenna. Hann er einbeittur og mjög greindur en um leið óútreiknanlegur. Læknirinn sem varð borgarstjóri er í helgarviðtali DV sem kom út í gær. Í viðtalinu ræðir hann meðal annars tilurð þess að hann bar snemma móðurnafn sitt – löngu áður en það tíðkðist hérlendis. 

Dagur segist ekki hafa verið alinn upp í flokkapólitík. „Það var talað um málefnin frekar en flokka. Mamma var mikill femínisti og pabbi líka. Það var mikið jafnræði á heimilinu og rík réttlætiskennd. Það fann sig enginn í flokki framan af.“

Aðspurður hvort það sé hin femíníska tenging sem geri það að verkum að hann sé einn af þeim fyrstu til að taka upp eiginnafn móður sinnar sem B-ið stendur fyrir – Dagur Bergþóruson Eggertsson.
„Já og nei, það er dálítið skrítin sagan af því.“

Dagur er fæddur í Noregi árið 1972 á þeim tíma er gerður var töluverður greinarmunur á því hvort börn voru fædd innan eða utan hjónabands. „Þegar mamma og pabbi mæta á spítalann á ekki að hleypa pabba með inn til að vera viðstaddur fæðinguna því þau voru ekki gift. Þetta kom þeim verulega á óvart og mamma hysjaði upp um sig og fór á næsta spítala. Þar fékk pabbi að vera með en þó þetta sjúkrahús væri eitthvað frjálslyndara þá mátti ekki skrá mig Eggertsson vegna þess að foreldrar mínir voru ekki giftir. Mamma var ekki sátt við að ég væri skráð Jónsdóttir sem var hennar eftir-nafn þannig að eftir jaml, japl og fuður hefur hún það í gegn að ég er skráður Bergþóruson. Svo er ekki talin nein þörf á að breyta því síðar meir þó við flytjum heim og þá er bætt við pabba nafni.“

Svo þú hefðir getað heitið Dagur Jónsdóttir?
„Já, ætli það ekki. Það væri reyndar mjög sérstakt líka. En svo tóku systkini mín líka upp móðurnafnið. Foreldrar mínir giftu sig svo ári seinna og eru enn þá gift.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt
Fréttir
Í gær

Biður fólk að anda rólega – Það sé enginn að banna ömmur og afa

Biður fólk að anda rólega – Það sé enginn að banna ömmur og afa
Fréttir
Í gær

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum
Fréttir
Í gær

Ísold nýr markaðsstjóri OK

Ísold nýr markaðsstjóri OK
Fréttir
Í gær

Ragnar segir taka á að vera viðstaddur krufningu – „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“

Ragnar segir taka á að vera viðstaddur krufningu – „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“