fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Dagur mátti ekki vera Eggertsson – „Þetta kom þeim verulega á óvart og mamma hysjaði upp um sig og fór á næsta spítala“

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 9. janúar 2021 08:00

Dagur B. Eggertsson. Mynd: Stefán K

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er umdeildur að mörgu leyti og jafnvel er látið eins og allt sé honum að kenna. Hann er einbeittur og mjög greindur en um leið óútreiknanlegur. Læknirinn sem varð borgarstjóri er í helgarviðtali DV sem kom út í gær. Í viðtalinu ræðir hann meðal annars tilurð þess að hann bar snemma móðurnafn sitt – löngu áður en það tíðkðist hérlendis. 

Dagur segist ekki hafa verið alinn upp í flokkapólitík. „Það var talað um málefnin frekar en flokka. Mamma var mikill femínisti og pabbi líka. Það var mikið jafnræði á heimilinu og rík réttlætiskennd. Það fann sig enginn í flokki framan af.“

Aðspurður hvort það sé hin femíníska tenging sem geri það að verkum að hann sé einn af þeim fyrstu til að taka upp eiginnafn móður sinnar sem B-ið stendur fyrir – Dagur Bergþóruson Eggertsson.
„Já og nei, það er dálítið skrítin sagan af því.“

Dagur er fæddur í Noregi árið 1972 á þeim tíma er gerður var töluverður greinarmunur á því hvort börn voru fædd innan eða utan hjónabands. „Þegar mamma og pabbi mæta á spítalann á ekki að hleypa pabba með inn til að vera viðstaddur fæðinguna því þau voru ekki gift. Þetta kom þeim verulega á óvart og mamma hysjaði upp um sig og fór á næsta spítala. Þar fékk pabbi að vera með en þó þetta sjúkrahús væri eitthvað frjálslyndara þá mátti ekki skrá mig Eggertsson vegna þess að foreldrar mínir voru ekki giftir. Mamma var ekki sátt við að ég væri skráð Jónsdóttir sem var hennar eftir-nafn þannig að eftir jaml, japl og fuður hefur hún það í gegn að ég er skráður Bergþóruson. Svo er ekki talin nein þörf á að breyta því síðar meir þó við flytjum heim og þá er bætt við pabba nafni.“

Svo þú hefðir getað heitið Dagur Jónsdóttir?
„Já, ætli það ekki. Það væri reyndar mjög sérstakt líka. En svo tóku systkini mín líka upp móðurnafnið. Foreldrar mínir giftu sig svo ári seinna og eru enn þá gift.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi