fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Síbrotamaðurinn Guðfinnur ákærður fyrir líflátshótanir – Þolandinn birti hótanirnar á Youtube

Heimir Hannesson
Föstudaginn 8. janúar 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur auglýst ákæru yfir Guðfinni Óskarssyni í Lögbirtingablaðinu enda hefur ekki tekist að birta honum ákæruna. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. febrúar kl. 9:15.

Í ákærunni er Guðfinnur sagður hafa þann 1. október 2016 hringt í annan mann og hótað honum ofbeldi. Segir í ákærunni að hótanirnar hafi verið til þess fallnar að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð mannsins.

Hótanirnar voru svohljóðandi:

  1. „Að þá lem ég þig, ég lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig og utan það að ég þoli ekki svona aumingja eins og þú.“
  2. „Á ég að berja þig eða? Mig munar ekkert um að sitja lengur í fangelsi sko.“
  3. „Mig munar ekkert um að sitjir of lengi í fangelsi, annaðhvort ræðir þú við Amalíu eða, eða ég drep þig og það er svo einfalt. Ég læt þig bara hverfa.“
  4. „Komdu, komdu heim til Amalíu núna og ég drep þig bara hérna rétt fyrir utan.“
  5. „Taktu á móti karlmanni sem tekur á móti, ég mana þig.“
  6. „Þú ert bara aumingi, komdu, komdu fyrir utan hjá henni og ég lem þig.“
  7. „Ég drep þig næst ef þú segir eitthvað við hana á netinu.“
  8. „Og ef að þú ætlar að hringja í lögguna þá er mér alveg sama, mér munar ekkert um að sitja lengur inni.“
  9. „Ég drep þig.“
  10. „Komdu ég ætla að berja þig, komdu veistu það mér langar svo að berja þig að.“
  11. „Hvar, hvar ertu? Ég ætla að koma og berja þig.“
  12. „Veistu það að ég ætla svo að berja þig að mamma þín á eftir að grenja í hvert skipti sem að hún þú veist hefur hugsað um að eignast þig. Ég ætla svo að berja þig.“

Eru þessi meintu brot sögð varða við 233. gr. almennra hegningarlaga, sem bera með sér allt að tveggja ára fangelsi. Svo virðist sem brotaþoli í málinu hafi tekið hótanir Guðfinns upp og sett samtalið í heild sinni á Youtube. Upptökuna má sjá hér að neðan.

Guðfinnur er í dag skráður til heimilis í Færeyjum en var áður búsettur í Bretlandi þar sem hann var dæmdur árið 2015 í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik. Sagði í frétt Vísis um málið að Guðfinnur hafi haft umtalsverða fjármuni af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu á netinu tveimur árum áður.

Vísir lýsir því að Guðfinnur hafi flutt inn til kærustu sinnar, Victoriu Maker, og sagt að henni kæmist ekki úr landi þar sem hann hefði sjálfur ekki fengið greidd sín laun. Victoria samþykkti þá að greiða fyrir hann þar til hann fengi greidd sín vongoldnu laun. Victoria seldi svo heimili sitt fyrir jafnvirði um 40 milljóna íslenskra króna, og sannfærði Guðfinnur hana um að millifæra 30 milljónir af andvirði fjárhæðarinnar inn á sig, en Guðfinnur ætlaði að ávaxta féð fyrir hana.

Þegar Victoría fór svo að grennslast fyrir um peningana komst hún að því að Guðfinnur hefði aldrei ávaxtað eitt né neitt. Guðfinnur hætti þá að svara símtölum, skilaboðum og tölvupóstum konunnar og var loks handtekinn á Heathrow flugvelli á leið til Washingtonborgar. Tap konunnar reyndist um 30 þúsund pund, eða um sex milljónir íslenskra króna, á gengi þess tíma.

Þá kemur fram í frétt Vísis að Guðfinnur hafi áður hlotið dóm á Íslandi fyrir ölvunarakstur.

Svari Guðfinnur ekki ákalli ákæruvaldsins um að mæta og taka afstöðu til ákærunnar má hann búast við því að dómari taki málið til meðferðar án aðkomu hans og að dómur falli að honum fjarstöddum. Sjá má ákæruna í heild sinni hér að neðan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð