fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Mannorð lögfræðings endurreist – Lárus hreinsaður af ásökunum fyrir Landsrétti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 14:24

Lárus Sigurður Lárusson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli í haust þegar lögmanninum Lárusi Sigurði Lárussyni var vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. fyrir brot á starfs- og trúnaðarskyldum. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurðinn og var ástæðan framferði Lárusar í tengslum við sölu á Þóroddsstöðum í Reykjavík, en það var verðmætasta eign þrotabúsins.

Það voru Idac ehf og Ríkistútvarpið ehf. sem kærðu Lárus. Kæran var annars vegar reist á því að salan á eigninni hefði farið í hendur Sævars Þórs Jónssonar, sem er bæði eiginmaður og samstarfsmaður Lárusar og að Sævar hefði hlotið of háa söluþóknum. Sölulaunin voru 2,5% af söluverðinu. Þá var talið að of lágt verð hefði fengist fyrir eignina.

Þessu hafnar Landsréttur í meginatriðum en úrskurðinn má sjá hér:  úrskurður.sigurðurlárus

Lárus tekur ekki aftur við þrotabúi Þóroddsstaða ehf. enda búið að ráðstafa því annað. Telur hann það eðlilegt en hann telur úrskurðinn vera hreinsun á orðspori hans. Lárus segir í samtali við DV: „Þetta er fyrst og fremst hreinsun á mínu orðspori því að það var heldur freklega að mér vegið í úrskurði héraðsdóms.“

Lárus telur að Landsréttur hafi hrakið helstu ávirðingar Héraðsdóms og ákærenda gegn sér: „Stóru póstanir eru að menn höfðu gert mikið úr því að ég hefði selt þessa fasteign of hratt og á of lágu verði. Landsréttur hrekur þetta. Lögum samkvæmt ber skiptastjóra að hefjast handa strax við sölu eigna úr þrotabúi og að hann þurfi ekki að ráðfæra sig við aðra kröfuhafa en veðhafa og það gerði ég.“

Þá bendir Lárus á að það hafi reynst rangt að söluþóknun til Sævars Þórs, eiginmanns hans og samstarfsmanns, hafi verið of há: „Samkvæmt verðskrá á almennri sölu þá var þetta bara rétt hlutfall. Landsréttur tekur líka fram að maðurinn minn er löggiltur fasteignasali og við vinnum saman á sömu stofu, því var mér heimilt að láta hann annast söluna, en það var ekkert sem útilokaði að leita til annarra því ég setti þetta ekki í einkasölu heldur almenna sölu.“

Síðast en ekki síst er því hafnað að of lágt verð hafi fengist fyrir eignina. „Varðandi söluverðið þá verður að horfa til þess að þessi eign var búin að vera í sölu í tvö ár án þess að seljast. Ekki hefur verið sýnt fram á að hægt hefði verið að fá hærra verð. Það kom kauptilboð tiltölulega fljótt, það var vissulega lægra en vonir höfðu staðið til, en fyrir því voru ákveðin rök, þetta var í miðri fyrstu bylgju Covid og óvíst um framtíðina.“

Lárus segir að úrskurður héraðsdóms í fyrra og umfjöllun um hann hafi haft slæm áhrif á orðspor sitt en þetta sé vissulega góð  byrjun á nýju ári. „Þetta verður greinilega mun betra ár en 2020,“ segir hann og hlær. Í ívið alvarlegri tón segir hann: „Þetta hefur haft slæm áhrif, já. Ég sagði af mér sem formaður stjórnar Menntasjóðs því ég vildi vernda hann fyrir óþægilegri umfjöllun. Ég sagði mig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir hönd menntamálaráðuneytisins. Þá hafa viðskiptavinir lögmannastofunnar haft orð á þessu, maður hefur orðið fyrir álitshnekki og alveg fundið fyrir því.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Í gær

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna