fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

„Þolendur kynferðisbrota ná ekki enn fram rétti sínum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. janúar 2021 10:00

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalheiður Ámundadóttir, fréttastjóri hjá Fréttablaðinu, fer hörðum orðum um Landsrétt í leiðara blaðsins í dag, vegna dóma í kynferðisbrotamálum.

Töluverða athygli og umræður hefur vakið að Landsréttur hefur snúið sakfellingu héraðsdómstóla í sýknu í allmörgum kynferðisbrotamálum á þessu ári og mildað aðra kynferðisbrotadóma. Í rökræðum um þetta segja sumir að dómar héraðsdómstóla hafi ekki verið nægilega vandaðir í þessum málum og sönnunarbyrði illa uppfyllt. Fleiri virðast þó telja að Landsréttur hafi gengið allt of langt í sönnunarkröfum sínum, a.m.k. í sumum málanna.

Í pistli sínum rekur Aðalheiður hvernig lagaumbætur í þágu brotaþola hafi komist á hægt og bítandi eftir mikla baráttu:

„Þegar kynferðisbrotakafla hegningarlaganna var breytt árið 1992 höfðu ákvæði um nauðgun og önnur kynferðisbrot staðið óbreytt í lögum frá árinu 1940. Upp úr sauð hins vegar árið 1984 þegar sakadómur Reykjavíkur synjaði kröfu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður var um að hafa nauðgað konu á Hverfisgötu og gert strax í kjölfarið tilraun til annarrar nauðgunar. Konur fengu nóg af ofbeldinu og kröfðust úrbóta.

Gerðar voru breytingar á kynferðisbrotakaflanum með það að markmiði að færa hann til nútímahorfs. Tók nú dómum fyrir kynferðisbrot að fjölga hægt og bítandi og í hönd fóru áratugir mikillar upplýsingar um kynferðisbrot, einkenni þeirra og afleiðingar. Umræðan opnaðist upp á gátt og þótt kynferðisbrotaákvæði hegningarlaganna væru tiltölulega nýendurskoðuð fóru þau aftur að sæta gagnrýni. Þau veittu þolendum ekki nægilega vernd. Gagnrýnin beindist þó ekki eingöngu að lögunum, heldur einnig framkvæmdinni. Refsiákvarðanir voru of vægar og sönnunarbyrðin of þung. Ráðist var í aðra endurskoðun ákvæða um kynferðisbrot og með lögum sem samþykkt voru 2007 var skilgreiningu nauðgunarhugtaksins enn breytt og refsiramminn hækkaður úr einu til sex árum upp í sextán ár.“

Aðalheiður segir einnig einnig að umbætur hafi orðið í rannsóknum þessara mála með fjölgun kvenna innan lögreglunnar og þar sé ekki lengur litið á heimilisofbeldi sem einkamál. Þekking á málaflokknum hafi aukist mikið á undanförnum árum. Hins vegar sé Landsréttur að valda bakslagi og skapa réttaróvissu:

„Engu að síður sitjum við uppi með það árið 2021 að þolendur kynferðisbrota ná ekki enn rétti sínum. Loksins, þegar við virtumst vera að komast á beinu brautina eftir langa baráttu, bregðast dómstólar og einkum hinn nýi Landsréttur. Sakfellingum er iðulega snúið við og sýknað. Refsingar, sem hafa reyndar aldrei komist upp úr því lágmarki sem þær voru í fyrir fjörutíu árum, eru mildaðar eða jafnvel felldar niður vegna tafa á málsmeðferð.

Markmið þess að bæta nýju dómstigi við íslenska dómstólaskipan var að auka réttaröryggi borgaranna en ekki valda fullkominni réttaróvissu, eins og Landsrétti virðist reyndar einum lagið. Verði ekki komið skikki á þetta flipp í nauðgunarmálum, sem er í gangi í Landsrétti, er hætt við að þolendur ofbeldis dragi sig aftur inn í skel frekar en að láta teyma sig á asnaeyrunum upp þrjú dómstig, upp á von og óvon í fullkomlega ófyrirsjáanlegu kerfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið

Brimbrettafólk vann orrustuna en stríðinu um Þorlákshafnarhöfn er hvergi nærri lokið
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir fimm 12 ára drengi halda Breiðholtsskóla í heljargreipum

Segir fimm 12 ára drengi halda Breiðholtsskóla í heljargreipum
Fréttir
Í gær

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu
Fréttir
Í gær

Fasteignasala situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hundsað útgáfufélag árum saman

Fasteignasala situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hundsað útgáfufélag árum saman