Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur segir að röð mistaka í bráðamóttöku barna á Landspítlanum hafi orðið til þess að sonur hennar, Jóel Gautur Einarsson, lést fyrir 20 árum. Jóel litli fæddist árið 1999 en lést árið 2001.
Auðbjörg hefur sent frá sér bókina Banvæn mistök í íslenska heilbrigðiskerfinu. Hún segir þar í inngangi: „Bók þessi er endapunkturinn í viðleitni minni til að stöðva maskínuna sem fór í gang 22. febrúar 2001 á bráðamóttöku barna á Landspítalanum. Hörmungar sem kostuðu son minn lífið.“
Auðbjörg fer yfir málið í þættinum 21 á Hringbraut í kvöld (kl. 21), í viðtali við Sigmund Erni. Sjá einnig umfjöllun á vef Hringbrautar.