Ritstjóri Mannlífs, Reynir Traustason, gefur lítið fyrir líflegar sjónvarpsauglýsingar frá Kristjáni Berg Ásgeirssyni, sem auglýsir til skiptis fiskverslun sína og sölu á heitum pottum, ef marka má nýjan pistil ritstjórans á vef Mannlífs.
Reynir skrifar:
„Auglýsingarnar verða seint taldar gæðaefni og einhverjir glíma við aulahroll þegar Fiskikóngurinn birtist og segir bæng. Hann toppaði sjálfan sig á gamlárskvöld þegar hann keypti auglýsingapláss á dýrasta stað í dagskrá Sjónvarpsins á undan Skaupinu. Auglýsingin var að hluta til eins og venjulega en hápunkturinn var þegar Kristján sýndi á sér beran afturendann í þeirri frómu ósk að fólk keypti af honum fisk eða pott.“
Reynir hnýtir líka í Ríkisútvarpið fyrir að hafa birt ofangreinda auglýsingu:
„Svo velta einhverjir fyrir sér gæðakröfu og sómatilfinningu stjórnenda Ríkisútvarpsins þegar auglýsingar eru annarsvegar…“