Útför athafnakonunnar Jónínu Benediktsdóttur er frá Digraneskirkju í dag kl. 13. Útförinni er streymt beint og má fylgjast með henni í spilaranum hér að neðan, en viðstaddir eru boðsgestir, fjölskylda og nánir vinir.
Jónína varð bráðkvödd að heimili sínu miðvikudaginn 16. desember 2020. Hún fæddist þann 26. mars árið 1957 ára. Jónína var á margan hátt brautryðjandi á sviði heilsuræktar hér á landi. Í árdaga líkamsræktarstöðva var hún leiðandi í nýjungumog hún varð landsþekkt fyrir morgunleikfimi á Rás 1. Síðustu árin stóð hún fyrir landsþekktum heilsumeðferðum í Póllandi. Jónína flutti fyrirlestra um heilsutengd málefni víða um heim.
https://www.youtube.com/watch?v=z7EzMQVgCzc&feature=emb_err_woyt