Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ólafi Laufdal, eiganda Hótels Grímsborga, að það sé mikið fagnaðarefni að fá svo stórt verkefni hingað til lands þegar erfiðir tímar eru hjá íslenskri ferðaþjónustu.
„Það hefur verið í mörg horn að líta til þess að uppfylla sóttvarnareglur og ekki síst þau skilyrði sem framleiðendurnir sjálfir setja varðandi sóttvarnir og hreinlæti,“
er haft eftir Ólafi.
Starfsfólk þáttanna var í sóttkví á hótelinu eins og reglur kveða á um. Að henni lokinni tóku við stífar reglur framleiðendanna og er starfsfólk þáttanna og hótelsins skimað daglega fyrir veirunni.
„Þetta er ærið verkefni en mér skilst að tryggingafyrirtæki erlendis setji þessar reglur og eftir þeim er farið í hvívetna. Það væri eðlilega mikið fjárhagslegt tjón ef framleiðsla stöðvast vegna smits eða sóttkvíar starfsfólks,“
sagði Ólafur.