fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Mikil leynd hvílir yfir upptökum raunveruleikaþátta á Suðurlandi – Fara daglega í skimun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. september 2020 07:45

Mynd: Hótel Grímsborgir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana standa yfir tökur á raunveruleikaþáttum á Suðurlandi. Það er sjónvarpsstöðin MTV sem stendur að verkefninu sem mikil leynd hvílir yfir. Tökur munu standa yfir næstu tvo mánuði. Starfslið þáttanna dvelur á Hótel Grímsborgum, sem er eina fimm stjörnu hótel landsins, á meðan á upptökum stendur og eru öll herbergi hótelsins bókuð til 1. nóvember.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ólafi Laufdal, eiganda Hótels Grímsborga, að það sé mikið fagnaðarefni að fá svo stórt verkefni hingað til lands þegar erfiðir tímar eru hjá íslenskri ferðaþjónustu.

„Það hefur verið í mörg horn að líta til þess að uppfylla sóttvarnareglur og ekki síst þau skilyrði sem framleiðendurnir sjálfir setja varðandi sóttvarnir og hreinlæti,“

er haft eftir Ólafi.

Starfsfólk þáttanna var í sóttkví á hótelinu eins og reglur kveða á um. Að henni lokinni tóku við stífar reglur framleiðendanna og er starfsfólk þáttanna og hótelsins skimað daglega fyrir veirunni.

„Þetta er ærið verkefni en mér skilst að tryggingafyrirtæki erlendis setji þessar reglur og eftir þeim er farið í hvívetna. Það væri eðlilega mikið fjárhagslegt tjón ef framleiðsla stöðvast vegna smits eða sóttkvíar starfsfólks,“

sagði Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt