Samherji frumsýnir nýjan þátt á Youtube-rás sinni á morgun þar sem fjallað er um hið svokallað Cape Cod mál, sem er einn angi Samherjamálsins sem tekið var fyrir í sjónvarpsþættinum Kveik í fyrra.
Þar var fjallað um fjármagnsflutninga Samherja í gegnum meint dótturfyrirtæki, Cape Cod FS. Var því haldið fram í þættinum að félagið hafi verið notað til að flytja fjármagn frá Afríkustarfsemi Samherja um norska bankareikninga. Hafi eignarhald Samherja á Cape Cod verið leppað.
Samherji neitar því að hafa nokkurn tíma átt eða notað þetta fyrirtæki og í stiklunni nýju er því haldið fram að fréttamaður Kveiks hafi ekki haft skilning á umfjöllunarefninu og þeim gögnum sem hann hafði undir höndum.
Í stiklunni segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja:
„Að setja svona fram, það er tvennt sem kemur til greina, annaðhvort er það illvilji eða yfirsjón.“