fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Íslensk börn eiga erfitt með að eignast vini og skortir félagsfærni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. september 2020 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef, kemur fram að Ísland skorar lægst Evrópuþjóða í félagsfærni barna. Fram kemur að íslensk börn séu undir meðallagi í hinum vestræna heimi hvað varðar velferð barna en Ísland er í 24. sæti af þeim 38 löndum sem rannsóknin náði til. Einu sæti fyrir ofan okkur er Eistland og einu sæti fyrir neðan er Rúmenía.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Hvað varðar andlega heilsu segja flest íslensk börn að þeim líði almennt vel eða 81% af öllum 15 ára börnum. En samt sem áður er sjálfsvígshlutfall 15 til 19 ára með því hæsta sem gerist, eða tæplega 10 á hver 100.000 á ári.

Íslensk börn eru ánægðari með líkama sinn en börn í öðrum löndum en í heildina eru stúlkur óánægðari með líkama sinn en drengir en munurinn á milli kynjanna er minni hér á landi en í flestum öðrum löndum.

Í skýrslunni er einnig komið inn á lestrarkunnáttu og kemur fram að 62% íslenskra barna hafi viðmiðunarfærni í lestri og stærðfræði við 15 ára aldur. En félagsfærni, eða öllu heldur skortur á henni, er stærra vandamál hér á landi og skorar Ísland lægst allra Evrópuþjóða. Það er aðeins í Japan og Síle sem börn segjast eiga erfiðara með að eignast vini.

Fréttablaðið hefur eftir Ingibjörgu Karlsdóttur, félagsráðgjafa, að staða íslenskra barna komi ekki á óvart. Hún hefur unnið að málefnum barna og unglinga í tæp þrjátíu ár. Hún sagði að félagsfærni hafi ekki verið sinnt nægilega vel hér á landi.

Hún sagði marga samverkandi þætti eiga hlut að máli:

„Eitt er fjölgun barna með ýmsar greiningar og raskanir sem auka líkurnar á skertri félagsfærni. Á bilinu fimm til tíu prósent barna eru með ADHD-greiningar. Um tvö prósent eru á einhverfurófi, það er hægt að setja beint samasemmerki milli þess og slakrar félagsfærni. Svo eru það tæknibreytingar. Við finnum mjög fyrir því á BUGL að börn eru að ánetjast gsm-símanum og tölvunni. Það getur þróast þannig að tölvan verður þeirra besti vinur, þá eru þau síður að hitta börn í raunheimum á meðan. Þá er hætt við að þau missi niður hæfnina til félagslegra samskipta,“

er haft eftir henni. Hún sagði einnig að alvarlegar afleiðingar hljótist af félagslegri einangrun barna og unglinga. Þau eigi á hættu að þróa alvarleg geðræn vandamál með sér og hætta á skólaforðun aukist sem og brottfall úr námi. Einnig aukist hættan á að þau leiðist út í fíkn af ýmsu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við