fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Fréttir

Íslensk móðir með þungar ásakanir – Segist hafa verið svipt forsjá fyrir að vernda dóttur sína fyrir barnaníðingi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. september 2020 09:01

Frá Barnahúsi. Mynd: Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona segist hafa verið svipt forsjá barns síns fyrir að neita að samþykkja umgengni föður barnsins við það án eftirlits. Hún segir manninn hafa brotið kynferðislega gegn dóttur þeirra og tveimur öðrum börnum.

Konan ritar nafnlausn pistil á Facebook-síðuna „Líf án ofbeldis“ og hafa hátt í 500 manns deilt pistlinum.

Í pistlinum er að finna afar ógeðfelldar lýsingar á meintu framferði mannsins gagnvart kornungri dóttur sinni. Hún segir lögreglukonu sem tók við kæru frá henni hafa tekið undir með henni um að atferli mannsins væri þannig að ekki væri hægt að treysta honum fyrir barni:

„Lögreglukonan sem tók við kærunni er fyrsta manneskjan sem sagði skýrt við mig „Móðir til móður – Þetta er ekki eðlilegt og ég myndi ekki treysta þessum manni fyrir barninu mínu“.
Þá fyrst fór ég að hætta að efast um að allt sem hann var búinn að telja mér trú um að væri eðlilegt, væri í raun ofbeldi.

En það er ekkert eðlilegt við það að menn séu daglega að fá standpínu þegar þeir eru að sinna barninu sínu. Það er heldur ekkert eðlilegt að þegar það gerist, að taka barnið inn í annað herbergi og tilkynna að „við ætlum aðeins að kúra“.“

Ítarlegar lýsingar konunnar í pistlinum á meintu athæfi mannsins eru ekki fyrir viðkvæma.

Konan segir að tvö ár séu síðan hún kærði fyrrverandi sambýlismann sinn og barnsföður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þeirra. Ekki hafi tekist að sanna brot á hann og því sé hún neydd til að veita honum umgengni við barnið. Hún krefst þess að umgengnin sé undir eftirliti en ekki sé farið að kröfum hennar.

„Við förum í Barnahús og þar er barnið mitt svo hrætt að ekki er hægt að skoða það. En það er ekki horft á það sem vísbendingu um að eitthvað gæti mögulega verið að. Ekki er reynt að tala við barnið. Okkur er ekki boðin frekari aðstoð. Í staðinn er málið fellt niður „vegna skorts á sönnunargögnum“,“ segir konan í pistli sínum.

Stuttu síðar hafi dómari kveðið upp bráðabirgðaúrskurð um aukna umgengni föðurins við barnið. Konan ákvað að verða ekki við kröfum um að veita manninum umgengni við barnið og við það hafi hún verið úrskurðuð brotleg:

„Ég fæ ekkert annað um að velja en; að annað hvort halda áfram að bjóða umgengni undir eftirliti, og þá fara gegn úrskurði, eða að láta þvinga mig til þess að setja barnið mitt í aðstæður þar sem ég veit að hefur áður verið brotið á því.

Allt í einu breytist skylda mín að tryggja vernd barnsins gegn ofbeldi í brotahegðun!“

Hún segist vera orðin sakborningur fyrir að vernda barn sitt fyrir kynferðislegu ofbeldi. Leiddi þetta til þess að forsjá yfir barninu var tekin af konunni. Konan spyr hvað hún hefði getað gert öðruvísi við þessar aðstæður og hún segir að henni sé refsað fyrir að vernda barn sitt fyrir ofbeldi:

„Hvernig getur verið, að dómsvald fyrst og fremst taki ákvörðun um að skikka barn í umgengni við mann þar sem liggja fyrir frásagnir og lýsingar á kynferðisbroti hans – þá sérstaklega án þess að hafa heyrt orð í okkur þolendunum eða athugað afstöðu, vilja og líðan barnsins.
Þar var tekinn af mér rétturinn til að halda áfram að vernda barnið mitt. Tekinn af barninu mínu réttur til verndar – öllu snúið við og allt í einu er ég ofbeldismanneskjan sem er sek um að „tálma“.“

Pistilinn í heild má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út