fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 25. september 2020 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Morgunblaði dagsins birtist pistill sem hefur verið harðlega gagnrýndur. Höfundurinn er Anna Karen Jónsdóttir, en pistillinn fjallaði um Black Lives Matter-hreyfinguna, sem hefur barist fyrir mannréttindum svartra. Anna gefur þó lítið fyrir það og heldur því fram að markmið hreyfingarinnar sé að eyðileggja vestræn gildi og samfélög.

„Það liggur augum uppi að þessi hreyfing er gerð til að eyðileggja vestræn gildi og vestræn samfélög.“

Þá vill höfundur meina að hvítir beri enga ábyrgð á erfiðri samfélagslegri stöðu svartra, og gefur sterklega skyn að svartir séu líklegri en aðrir til að fremja glæpi. „Er fólk í fátækrahverfum ekki jafn ábyrgt gjörða sinna og aðrir?“ spyr Anna.

„Hvíti kynstofninn ber ekki ábyrgð á fjárhagsstöðu svarta mannsins og efnahagsleg staða fólks réttlætir hvorki rán, morð né nauðganir. Sama hvaða kynstofn fremur glæpinn.“

Þá bendlar höfundur Black Lives Matter-hreyfingunni við hryðjuverk. Auk þess virðist henni finnast það furðulegt að þeir sem styðja mannréttinda-hreyfinguna gagnrýni nasista Hitlers

„Hreyfingin snýst ekki um rasisma heldur pólitísk völd. Ef þú brennir fyrirtæki, lemur, drepur eða nauðgar öðru fólki og gjörsamlega rúsar heilu borgunum, ertu þá ekki hryðjuverkamaður?

Fólkið sem gagnrýnir nasista Hitlers er á sama tíma búið að lýsa yfir stuðningi við samtökin á samfélagsmiðlum.“

Í morgun hafa margir gagnrýnt og gert grín að grein Önnu á samfélagsmiðlinum Twitter. Nánast allir sem tjá sig þar virðast sammála um að pistillinn sé gífurlega rasískur. Auk þess eru margir á því máli að greinin sé illa skrifuð. Þá finnst mörgum fyndið að hún beri nafnið Karen, sem hefur verið notað sem staðlað grín-nafn um hvítar forréttindakonur.

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro hefur verið duglegur að tjá sig um málefni Black Lives Matter á Íslandi. Hann segir að annaðhvort sé höfundur gervimanneskja eða hún glími við andlega erfiðleika. Samkvæmt svörum sem Logi hefur fengið virðist hið fyrra ekki vera rétt.

Auk Loga hafa grínistarnir Vilhelm Neto og Lóa Björk, bæjarfulltrúinn Guðmundur Ari, kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Jónsson, og rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir sett út á pistilinn, auk fjölda annarra. Til að mynda hefur færsla aktívistans Hildar Lillendahl, sem var hvað fyrst að gagnrýna pistilinn, fengið mikil viðbrögð og hafa miklar umræður sprottið upp undir tísti hennar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Í gær

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Í gær

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellert B. Schram fallinn frá

Ellert B. Schram fallinn frá