fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Eyðilagði þrjá vörubíla og traktor fyrir tugi milljóna við Elliðaárdalinn – Sagðist vera starfsmaður hjá öðru iðnaðarfyrirtæki

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. september 2020 12:48

Maðurinn sem um ræðir. Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óprúttinn aðili eyðilagði þrjá vörubíla og glænýjan traktor í eigu iðnaðarfyrirtækis um klukkan 07:30 í morgun. Atvikið átti sér stað í gömlu hesthúsunum á Sprengisandi við Elliðaárdalinn.

„Tjónið er gríðalegt bæði á tækjum og vinnutapi,“ segir Björn Sigmarsson, starfsmaður fyrirtækisins, en DV ræddi við hann um málið eftir að hann birti færslu um málið á Facebook. „Þetta er náttúrulega bara alveg skelfilegt,“ segir Bjössi eins og hann er kallaður. „Tveir af þessum þremur vörubílum eru innan við ársgamlir, einn er aðeins eldri en traktorinn er splunkunýr. Bjössi segir að brotist hafi verið inn í vörubílana í gegnum topplúguna, vörubílarnir eyðilagðir að innan og stolið úr þeim. „Þeir fóru ekki einu sinni í gang. Þeim var gjörsamlega rústað að innan.“

Maðurinn var búinn að safna því sem hann tók innan úr vörubílunum ofan í kerru sem var á svæðinu. „Þetta eru einhverjar milljónir, það kæmi mér ekki á óvart að þetta væri eitthvað í kringum tugi milljóna,“ segir Bjössi.

Gripinn glóðvolgur

Þegar starfsmaður í fyrirtækinu mætti á svæðið náði hann að grípa óprúttna manninn glóðvolgann. Starfsmaðurinn náði haldi á manninum en þegar starfsmaðurinn var að hringja eftir hjálp náði maðurinn að snúa sig lausan og hlaupa á brott.

Bjössi segir að þegar starfsmaðurinn náði til mannsins hafi hann kynnt sig sem Daníel og sagt að hann væri starfandi hjá öðru iðnaðarfyrirtæki í Reykjavík. „Sem að sjálfsögðu reyndist vera bull þar sem við höfðum samband við þá,“ segir Bjössi.

„Lögreglan kemur strax en hún er eins og hún er, þegar kemur að svona,“ segir Bjössi. Hann deildi mynd af manninum á Facebook og vonaðist til þess að einhver kannaðist við hann svo hægt væri að leysa málið. „Verktakar alls staðar í kring eru búnir að hafa samband og skoða myndavélar hjá sér. Fjöldi fólks kannaðist við hann og sendi okkur myndir,“ segir Bjössi.

Hér fyrir neðan má sjá mynd sem starfsmaður fyrirtækisins náði af manninum. Ef einhverjir hafa upplýsingar um málið er þeim bent á að hafa samband við eiganda fyrirtækisins í gegnum netfangið arni@jardval.is. Einnig er hægt að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Í gær

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“