fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Jói Fel um erfiðleikana – „Eitthvað gæti gerst í vikunni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. september 2020 10:35

Jói Fel að störfum. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jói Fel, öðru nafni Jóhannes Felixsson, færðist undan því að tjá sig um stöðu bakaría sinna er DV hafði samband við hann í dag.  Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur krafist gjaldþrotaskipta hjá bakarískeðju Jóa vegna vangoldinna iðgjalda af launum starfsfólks.

Í samtali við DV segir Jói að þessi mál séu ekki komin á hreint en „gæti eitthvað gerst í vikunni,“ sagði hann orðrétt og baðst undan því að ræða málið frekar.

Í samtali við Mannlíf segir Jói: „Ef ég á að segja þér alveg eins og er þá veit ég ekki hver staðan er. Ég bara veit það ekki.“

Í samtali við DV núna rétt í þessu sagði Jói að hann vissi ekki hvort tækist að bjarga rekstrinum: „Ég er bara á fundum alla vikuna, allt er í vinnslu og ég veit ekkert.“

Eins og DV greindi frá í fyrra varð bakaríið Guðni bakari gjaldþrota þann 26. ágúst 2019. Bakaríið var í helmingseigu Jóa. Sá rekstur var ótengdur rekstri Jóa Fel bakaríanna á höfuðborgarsvæðinu. Núna er ljóst að sú keðja er komin í mikla erfiðleika og gjaldþrot gæti vofað yfir.

Eins og Jói segir gætu málin skýrst síðar í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans