fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Tug milljóna króna tjón viðskiptavina Landsbankans vegna ástarsvika

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 07:50

Mynd:DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum mánuðum hafa svokölluð ástarsvik færst í vöxt og beina svikahrappar spjótum sínum í auknum mæli að konum. Í ástarsvikum spila svikahrappar inn á tilfinningar fórnarlambsins og hafa þeir oft undirbúið sig vel áður en samskiptin hefjast. Viðskiptavinir Landsbankans hafa tapað tugum milljóna á slíkum svikum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

„Þetta eru úthugsuð svik og við sjáum dæmi þess að undirbúningur þeirra hefur staðið yfir í langan tíma,“

hefur blaðið eftir Hermanni Snorrasyni, sérfræðingi hjá Landsbankanum.

Svikahrapparnir setja upp mjög sannfærandi síður á samfélagsmiðlum þar sem fjölskyldumyndir og aðrar upplýsingar eru. Þeir grafa einnig upp ýmsar upplýsingar um fórnarlömbin og reyna til dæmis að notfæra sér sára reynslu þeirra, til dæmis makamissi eða skilnað.

Hjá Landsbankanum var byrjað að skilgreina ástarsvik sérstaklega árið 2017 og síðan þá hafa 48 slík mál gegn viðskiptavinum bankans verið skráð.

„Fyrstu átta mánuði ársins 2020 eru tilvikin orðin fleiri en allt árið 2019. Þá sjáum við líka að fleiri konur eru að verða fyrir barðinu á slíkum svikum en áður voru karlar á sextugs- og sjötugsaldri í miklum meirihluta,“

sagði Hermann og bætti við að reikna megi með að fórnarlömbin séu mun fleiri.

„Það sem einkennir þessi svik er sú gríðarlega skömm sem fórnarlömbin upplifa yfir því að hafa verið blekkt með þessum hætti. Okkur grunar því að tilvikin séu mun fleiri en fólk veigri sér við að tilkynna þau,“

sagði hann einnig og bætti við að tjón viðskiptavina Landsbankans hlaupi á tugum milljóna og því sé mikilvægt að viðskiptavinir séu meðvitaðir um hættuna.

„Þessi svik fylgja oft svipuðum handritum og því vonumst við til að geta snúið þessari þróun við með upplýsingum og fræðslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar