fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

BUGL er ekki samkeppnishæf um kaup og kjör

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, hefur óskað eftir að kannað verði hvort hægt sé að bæta kjör starfsfólks í samræmi við reynslu þess og sérhæfingu. Illa hefur gengið að manna teymi á deildinni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir fyrir  að megn óánægja sé innan BUGL og að erfiðlega gangi að halda í starfsfólk. Óttast sé að umræða um þetta valdi því að fólk sæki síður um störf á deildinni.

Blaðið hefur eftir Lindu Kristmundsdóttur, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs, að BUGL geti ekki keppt við þau kjör sem eru í boði hjá sveitarfélögunum.

„BUGL getur ekki keppt um launasetningu þessara starfsmanna, sem er mjög óheppilegt vegna þess að BUGL er sérfræðistofnun,“

er haft eftir henni.

Í kjölfar umræðu um málefni transteymisins í febrúar sendi Landspítalinn frá sér yfirlýsingu um að unnið yrði að umbótum í samstarfi við ráðuneytið en Fréttablaðið fékk engar upplýsingar um hvað fælist í því samstarfi.

Vandi BUGL er ekki einsdæmi innan spítalans og hefur Fréttablaðið eftir Ástu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra mannauðsmála Landspítalans, að verið sé að skoða mál BUGL.

„Staðan er sú að flest stéttarfélög hafa lokið sínum kjarasamningum í ár og með örfáum undantekningum hefur ekki verið um að ræða viðbætur inn í launahækkanir umfram viðmið Lífskjarasamnings. BUGL er meðal þeirra eininga sem hafa óskað eftir skoðun varðandi möguleikana á bættum kjörum samhliða aukinni reynslu og sérhæfingu starfsfólks,“

er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Í gær

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin