fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Fullar rútur af bálreiðum bankamönnum – „Ég var alltaf sannfærð um að við værum að breyta rétt“

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 10. september 2020 13:11

Lilja Alfreðsdóttir Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bort úr helgarviðtali DV frá 4. sept 2020.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra er ekki óvön því að takast á við „fordæmalausa tíma“ en hún stóð í stafni skútunnar þegar hún starfaði hjá Seðlabanka Íslands í bankahruninu og stýrði að hluta til þeirri löngu og ströngu vinnu sem afnám fjármagnshaftanna fól í sér og íslenskt efnahagslíf átti allt sitt undir.

„Sem endaði með þessum stöðugleikaframlögum sem eru aldeilis fín núna þegar þarf að fjármagna eitt og annað vegna COVID-ástandsins,“ segir Lilja en vinnan á bak við afnám haftanna var ekki einföld. „Niðurstaðan er ekki sjálfgefin. Hópurinn sem stóð að þessari vinnu var skipaður mjög öflugum einstaklingum. Markmiðið var að gera greiðslujöfnuð þjóðarbúsins sjálfbæran og að uppfylla þyrfti stöðugleikaskilyrðin og þetta tókst!“ segir Lilja stolt af samningunum sem eru kallaðir samningar aldarinnar í nýlegri bók Sigurðar Más Jónssonar.

Í bókinni, sem kallast Afnám haftanna, samningar aldarinnar? lýsir Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta og skrifstofu bankastjóra Seðlabank-ans, ástandinu sem blasti við þeim Lilju eftir hrun bankanna haustið 2008:„Fyrr en varði hafði Reykjavík fyllst af fokvondum þýskum og japönskum bankamönnum. Í miðri ringulreiðinni brá útsjónarsamur bankamaður, Davíð Blöndal, á það ráð að útvega rútu fyrir hina allra reiðustu og láta aka þeim milli helstu stofnana. Í Seðlabankanum tókum við Lilja Alfreðsdóttir á móti þeim í móttökunni á sjöttu hæð. Seðlabankinn vann þá út frá þeirri reglu að funda með öllum sem óskuðu þess og svara öllum fyrirspurnum sama hversu óþægilegt það kynni að vera. Við ætluðum vart að trúa okkar eigin augum þegar hver full lyftan af annarri opnaðist og út stigu bálreiðir bankamenn. Virtist þetta engan endi ætla að taka. Við vísuðum þeim inn í stærsta fundarherbergi bankans og reyndi starfsfólkið í fáti að safna saman fleiri stólum fyrir þá sem brátt fylltu herbergið. Það sauð á þeim. Um leið og þeir voru sestir byrjaði háreysti sem minnti á senur í kvikmyndum sem fjalla um þýskar fangabúðir.“

„Þetta var mikil upplifun en ég var alltaf sannfærð um að við værum að breyta rétt með því að setja neyðarlögin á og standa vörð um ríkissjóð Íslands,“ segir Lilja þegar hún er spurð út í atburðarásina sem lýst er. Hún segir ríkið ekki hafa getað tekið á sig skuldir sem komu frá bankakerfinu, því annars hefði ríkissjóður lent í þroti. „Þannig að ég var alltaf mjög brött í þessari vinnu, því mér fannst ég vera að vinna fyrir þjóðina og hagsmuni hennar. Þó að þetta hafi auðvitað reynt mikið á, þá var það samt þannig að samstarfsfólk mitt í Seðlabankanum var mjög vandað og með hjartað á réttum stað. Lærdómurinn var einnig mikill og hann hefur nýst mér mikið. Ég nota sömu hugmyndafræðina í dag, það er, fyrst náum við utan um heilbrigði og menntun þjóðarinnar og í kjölfarið kemur atvinnulífið. Ég er eins sannfærð og ég var þá, um að við séum á réttri leið. Ef sýnin og markmiðið er skýrt, þá verða leiðirnar að því góðar,“ segir Lilja.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri