Með auknum smitum og fjölda fólks í sóttkví vegna Corona-veirufaraldursins er mikilvægt að rýna í þá mistúlkun sem á sér gjarnan stað þegar einstaklingar fara að túlka sóttvarnarreglur. Eitthvað hefur borið á þeim umræðum að þeir sem hafa greinst með mótefni við Covid-19 geti umgengist fólk í sóttkví og einangrun þar sem viðkomandi á ekki að geta veikst aftur.
Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni er málið ekki svo einfalt. Guðrún Aspelund yfirlæknir á sóttvarnarsviði segir mikilvægt að fólk í sóttkví og einangrun þarf að fylgja reglum um sóttkví og einangrun og á ekki að vera að fá heimsóknir. „Ekki er sérstök undanþágur á þessu fyrir þá sem hafa sögu um fyrri sýkingu eða eru með staðfest mótefni. Hins vegar teljum við að þetta fólk geti ekki smitast aftur en það á samt að t.d. virða 2 metra reglu því það gæti mögulega borið snertismit frá öðrum,“ segir Guðrún og bendir fólki á að frekari upplýsingar má nálgast á Covid.is.
946 í sóttkví – Hver er munurinn á sóttkví, heimkomusmitgát og einangrun?