Þátturinn í dag heldur áfram að fjalla um Kastljós-þáttinn um Samherja sem kom út árið 2012. „Skjal það sem Ríkisútvarpið byggði umfjöllun Kastljóss á hinn 27. mars 2012 er nú komið í leitirnar. Ekki er um skýrslu að ræða heldur þriggja blaðsíðna óundirritað og ódagsett vinnuskjal um karfaútflutning,“ segir í lýsingunni á þætti dagsins.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er til viðtals í þessum þætti sem kom út í dag. „Í þættinum var ítrekað vísað til skýrslu Verðlagsstofuskiptaverðs til þess að styðja þessar ásakanir. Í sjónvarpsþáttum sem Samherji lét framleiða nýverið var greint frá því að engin slík skýrsla hefði verið samin. Byggði það á nýjum og áður óbirtum svörum Verðlagsstofu til Samherja,“ sagði Þorsteinn.
„Mér brá verulega þegar ég fór að skoða tölurnar í þessu skjali vegna þess að þær staðfesta það sem við höfum haldið fram að þær ásakanir sem eru settar fram í þessum þætti eru allar rangar.“
Hér fyrir neðan má sjá þáttinn sem kom út í dag: