fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Falleinkunn til Lögreglunnar á Suðurnesjum – „Óásættanlegt ástand“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur undir höndum álit fagráðs lögreglu vegna kvartana um einelti hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Tveir starfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum kvörtuðu til fagráðs lögreglu vegna meints eineltis tveggja yfirmanna, Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra.

Niðurstaða  fagráðs er að þó svo ekki sé um einelti að ræða, samkvæmt þeirri skilgreiningu eineltis sem ráðið vinnur eftir, þá sé það augljóst að mikill stjórnendavandi og samskiptaörðugleikar séu innan embættisins, og þeir geti  ekki  talist leystir með nýjum lögreglustjóra.

Í álitinu segir að þar sem Attentus – mannauður og ráðgjöf- hafi gert úttekt á samskiptum og stjórnun innan fyrirtækisins, sé rétt að hafa niðurstöðu þeirra til hliðsjónar. Því kallaði fagráð eftir skýrslunni. Attentus skilaði skýrslu til dómsmálaráðuneytisins 2. júlí.

Engu að síður þurfti fagráð að ítreka beiðni sína í þrígang áður en Attentus var við beiðninni.

Slæmt andrúmsloft

Fagráð tekur fram að andrúmsloftið á vinnustaðnum sé ekki gott, sérstaklega milli kvartanda og Öldu Hrannar. Þó ekki sé um einelti að ræða þá segir fagráð:

„Ráðið metur það svo að umfangsmiklir samskiptaerfiðleikar og stjórnunarvandi eigi sér stað innan embættisins sem valdi starfsfólki mikilli vanlíðan. „

Tók fagráð fram að þó Attentus hafi ekki fjallað um einelti í skýrslu sinni þá sé í skýrslu lýst í aðalatriðum þeim umkvörtunarefnum sem ráðið hefur fengið í kvörtunum sem borist hafa frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Skýrsla Attentus staðfesti því niðurstöðu fagráðs og segir þar ennfremur:

„Skýrslan staðfestir niðurstöðu ráðsins og að ástandið innan embættisins sé óásættanlegt og að á þeirri stöðu þurfi að ráða bót.“

Þó svo búið sé að skipta um lögreglustjóra fyrir stuttu þá eru bæði fagráð og Attentus sammála um að það leysi ekki vanda embættisins að fullu.

„Á undangengnum dögum hafa orðið mannabreytingar í yfirstjórn embættisins, en líkt og bent er á í skýrslu Attentus þá telur ráðið að það eitt og sér leysi ekki að fullu vanda embættisins. Jafnframt eykur það hættuna að önnur fylkingin líti svo að hún hafi borið sigur úr býtum en það getur haft ófyrirséðar afleiðingar á áframhaldandi samstarf og líðan starfsmanna í hinni fylkingunni. 

Vill ráðið því leggja til að nýir stjórnendur hefji vinnu innan embættisins, en beini sjónum sérstaklega á lögfræðisviði, til að leysa úr ágreiningsmálum og unnið verði að því að byggja upp traust og samvinnu, mögulega með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga eða vinnusálfræðina.“

Fylkingarnar sem vísað er til eru fylkingar Öldu Hrannar og fylking Ólafs Helga Kjartanssonar, fráfarandi lögreglustjóra.

Alda Hrönn Jóhannsdóttir er yfir lögfræðisviði en hún hefur verið í veikindaleyfi undanfarið vegna þeirra deilna sem hafa átt sér stað innan lögreglunnar á Suðurnesjum.

Fréttin hefur verið uppfærð 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Hinn látni millifærði milljónir á árásarmennina

Manndrápsmálið: Hinn látni millifærði milljónir á árásarmennina
Fréttir
Í gær

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Í gær

Harpa segir sundrungu ríkja innan VR og skýtur föstum skotum á sitjandi formann

Harpa segir sundrungu ríkja innan VR og skýtur föstum skotum á sitjandi formann
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Þrír taldir vera höfuðpaurar í málinu

Manndrápsmálið: Þrír taldir vera höfuðpaurar í málinu