fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

2.600 ótryggð ökutæki í umferðinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 07:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru um 2.600 ótryggð ökutæki í umferðinni og búast má við að þeim fjölgi á næstunni samfara versnandi efnahagsástandi.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Mörtu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Alþjóðlegra bifreiðatrygginga á Íslandi. Hún sagði einnig að tjón af völdum ótryggðra ökutækja nemi tugum milljóna á ári. Haft er eftir Mörtu að leiða megi líkur að því að fjöldi ótryggðra ökutækja í umferðinni sé í samræmi við efnahagsástandið hverju sinni. Því megi búast við fjölgun ótryggðra ökutækja á næstunni.

Ef ótryggt ökutæki lendir í tjóni lendir sá kostnaður á þeim sem standa skil á tryggingagreiðslum sínum þar sem tryggingafélögum er skylt að ábyrgjast slík tjón. Það eru Alþjóðlegar bifreiðatryggingar sem sjá um að gera upp kostnað vegna tjóna ótryggðra ökutækja og reyna síðan að sækja kostnaðinn til ökumanns og skráðs eiganda.

Það er lögreglan sem sinnir því að taka skráningarnúmer af ótryggðum ökutækjum og hefur Morgunblaðið eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni, að eftirlit með ótryggðum ökutækjum sé hluti af almennu eftirliti lögreglunnar. Hann sagði að lögreglan vilji gjarnan nota myndavélar til að bæta eftirlitið og hafi tilraunir verið gerðar með það en allt sé þetta á hönnunarstigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar